Orð biskups mistúlkuð í pólitískum tilgangi

  • Eru ekki allir sammála um það, að þjófnaður verður aldrei í sjálfu sér réttlætanlegt afbrot
    *
  • Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Moggi litli reynir afvegaleiða og mistúlka orð annarra í flokkspólitískum tilgangi.

agnes biskup

Enn á sama hátt væri það ekki rétt hjá blaðamanni að leyna afbrotum t.d. ráðamanna sem hann hefur séð í gögnum sem rekið hefur á fjörur hans. Við slíkar aðstæður reynir blaðamaður að sannreyna upplýsingar en spyr ekki hvernig þær eru fengnar.

Þar sem fram koma upplýsingar um stórfellda spillingu ráðamanna. Eða ef slíkar upplýsingar kæmi upp um stófellt barnaníð eða mansal ásamt vændi. Eða gögn um stórfelldar áætlanir um glæpaverk gegn almenningi.


Blaðamaðurinn kærir ekki heimildarmann eða gefur upp nafn hans sem kemur fram með þjóðfélagslegar og mikilvægar upplýsingar um hugsanlega spillingu ráðamanna.

En slíkar upplýsingar eru að sönnu vandmeðfarnar  og það virðist vanta heiðarlegan og traustan farveg fyrir slíkar upplýsingar á Íslandi þar sem heimildarmenn njóta eðlilegrar verndar.

Mér finnst biskupinn vera að ræða um tvö mál. Þjófnaður er afbrot og hægt er að misnota stolnar upplýsingar til að kúga fólk.

En hún talar líka um að þjóðin sem slík þurfi að efla siðferðisvitund sína en einkum leiðtogar hennar svo almenningur fái traust á stjórnmálamönnum. Er leiða til framfara fyrir þjóðina.

En ekki má gleyma því að boðskapur smiðssonarins var þrælpólitískur af allt öðrum toga en sú pólitík sem kirkjurnar standa fyrir sem miðstýrðar stofnanir. Verkalýðsbaráttan á sínar rætur til boðskapar Jesú en ekki til slíkra stofnanna.

Mogginn getur ekki með þessum tilraunum þvegið forystu sauð Sjálfstæðisflokksins og aðra forystumenn hans af meintri spillingu.  


mbl.is Stuldur á gögnum ekki réttlætanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband