Eg held að hann trúi þessu sjálfur

  • Það væri vissulega notalegt að geta trúað hverju orði sem þessi fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir
    *
  • Ég held líka að hann trúi því sjálfur að hann sé að segja alveg satt.

Sigurður Kári

En það er ekki bara vandinn, því þegar hrunið brast á íslenska þjóð rauk forysta Sjálfstæðisflokksins á alla hugsanlega staði til að slökkva alla elda með þeirra hætti.

Eins og venjulega héldu þeir að sér öllum upplýsingum og engir aðrir fengu að sjá á spilin. Þ.e.a.s. fengu engar upplýsingar.

Ekki bara í Glitnis-málinu heldur á öllum vígstöðvun.

Sjálfstæðisflokkurinn í nafni ríkisstjórnar gerði líka samninga við Breta og Hollendinga vegna Icesave- skulda Landsbanka Björgólfs.

Eins og alltaf áður í sögu Íslands fór þessi flokkur með þessi mál eins og þau fjölluðu um að mannsmorð hefði verið framið. Það er öllum ljóst að þarna var verið að hlú að hagsmunum innmúraða flokksmanna Sjálfstæðisflokksins.

Þegar Alþingi hafði blásið á samningsdrög Geirs Haarde sem Baldur Guðlaugsson hafði annast vegna i Icesave og Bjarni Benediktsson talaði fyrir á Alþingi hrökklast stjórn Geirs frá völdum og samingur settur niður í harðlæsta skúffu.

Síðar var það bráðabirðastjórnin sem fékk málið í hendur og gerði miklu betri samning sem hefur til þessa dags farið gríðarlega fyrir brjóstið á hægrinu á Íslandi.

  • Vinstrimenn voru nefnilega miklu betri samningamenn.

Af öllum þessum erfiðu málum hefðu ráðmenn átt að læra þá lexíu, að allar svona erfiðar samningaviðræður verða að hafa miklu breiðari skýrskotun en þá að ein ríkisstjórn oftast með nauman meirihluta á Alþingi komi ein að slíkum málum.

Þ.e.a.s. að fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi leggi til fólk til slíkra samningamála. Eins og gert var í síðari umferðum um Icesave.

En Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki hafa lært neitt af reynslunni, enn heldur þessi flokkur að sér öllum spilum og ekki er hugsað um að fleiri komi að erfiðum málum.

  • Almenningur getur ekki treyst slíku stjórnarfari lengur.
Þingflokki Sjálfstæðisflokksins var skipt upp í hópa í kjölfar hrunsins sem höfðu það verkefni að eiga samskipti við þá sem upplýsa þurfti um stöðu mála í hruninu. Þetta segir Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, á Facebook.…
RUV.IS
 

mbl.is RÚV dró upp „kolranga mynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband