,,Flokkur flokksins" vill greinilega slá skattamet Sjálfstæðisflokksins á launafólki

  • Það er vissulega áhugavert að hlusta á frambjóðendur nú í útvarpinu í kvöld frá öllum flokkum tala um nauðsyn þess að lækka vexti og afnema verðtryggingu á lánum
    *
  • Gott og vel, en getur verið að allir þessir frambjóðendur ætli sér að setja lög um hámarksvexti bankanna og að vextir fylgi ekki verðbólgu?
    *
  • Eða er það hugmyndin hjá öllum þessum frambjóðendum að allir bankar á Íslandi verði ríkisbankar?

bankar

Þetta er auðvitað allt mjög fallegt og göfugt en greinilega hrein sýndarmennska og lyktar af lýðskrumi sem ekki stendur til að efna.

Því miður þetta gengur ekki upp. En það væri fullkomlega eðlilegt að öllum stæði til boða grunn húsnæðislán á 1, veðrétti með 2% vöxtum á verðtryggingu til langs tíma, t.d. 35 -40 ár. . 

Einn helsti fáránleikinn í stefnumáli eins framboðsins  kemur frá ,,Flokki fólksins" sem fulltrúar framboðsins hefur tuðað á, undanfarna dag.

Þeir vilja skattleggja allt iðgjald launafólks strax í upphafi þegar atvinnurekandinn skilar iðgjaldi launafólks til viðkomandi lífeyrissjóðs.

Framboðið vill að launafólk greiði skatta af þeim tekjum sínum sem fara sem iðgjöld í lífeyrissjóðina fyrirfram. Það er launafólk sem greiðir allt iðgjaldið í lífeyrissjóðina en ekki eigendur fyrirtækjanna.

Burtséð frá því hvort launafólk fái notið þessara launa sinna eða ekki. En það er bara algengt að launafólk falli frá áður enn það nær 67 ára aldri.Er þýðir þá að fólk greiddi skatta af launum sem það fær aldrei.

M.ö.o. þessir aðilar vilja kollvarpa einu aðal atriði lífeyrissjóða fyrirbærisins sem er að fólk greiði skatta af tekjum sínum þegar það nýtur þeirra, en ekki áratugum fyrirfram. Þetta myndi ekki aðeins kallast ofur launaskattar, heldur beinlínis rán.

Ekki veit ég hverskonar próf hagfræðingurinn er með sem er í framboði fyrir ,,Flokk fólksins"

 


mbl.is „Þetta er algerlega óviðunandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband