Eitt lítið spor í rétta átt, en meira þarf að koma til

  • Þetta er auðvitað ákveðinn áfangi, en þetta snýst ekki bara um ritföngin heldur einnig allar vinnubækur eins stílabækur og reikningsbækur eða rúðustrikaðar vinnubækur og möppur utan um vinnublöð.

álftamýrarskóli

Það hefði auðvitað verið enn jákvæðara og mikil framför ef almennt heimanám nemenda í yngri deildum a.m.k. yrði afnumið og nemendur væru þá lausir við töskuburðinn.

Í framhaldi af því væri mikilvægt að skólarnir eignuðust sjálfir þau kennslugögn sem þeir nota og væru óháður höfundarréttargjöldum.

Kennarar eru sérfræðingar í gerð kennslugagna. Slík vinna yrði þá unnin í skólunum á vegum þeirra enda hluti af kennslunni.

Þá gætu þeir miðlað því til nemenda og foreldra þeirra í tölvutæku formi. Það er algjör óþarfi að láta hin og þessi erlendu fyrirtæki maka krókinn á íslensku skólastarfi.


mbl.is Gera samning um ókeypis námsgögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falleinkunn. Það er nauðsynlegt að breyta samninganefnd ríkisins og vinnubrögðum hennar.

  • Þetta er ekki glæsileg einkunn sem samninganefnd ríkisins fær hjá Katrínu Sif formanni samninganefndar ljósmæðra nú eftir rimmu sem hefur staðið á fjórða ár.

Þessi vinnubrögð eru ekki til þess fallin til að auka virðingu fyrir fulltrúum ríkisvaldsins þegar það er í samskiptum við samtök launafólks.

Það vill svo til, að samninganefnd sveitarfélaganna haga nákvæmlega eins sem er að ástunda það, að reyna að tala niður til fulltrúa launafólks og gera lítið úr fólki þegar til umræðu eru kjaramál fólks sem starfar hjá sveitarfélögunum.

Þá má ekki gleyma vinnubrögðum samninganefndar samtaka atvinnurekenda. Þar er sami óþverra hátturinn við hafður og sífelldar ögranir í gangi..

Allar eru þessar samninganefndir virðast hafa það sem vinnulag sem er að miðstýra sem mest allri samningagerð. Þannig að gerðir eru málamyndasamningar sem almenningur veit ekkert hvað þýðir.

Síðan fara í gang markaðslaunasamningar eða stofnanasamningsgerð sem er af sama meiði. Einkenni þessara samninga eru í fyrsta lagi leynd yfir launakjörum stéttana og síðan ákveðið launamisrétti á vinnustöðum ásamt leyndarhjúp á vinnustöðum.

Hluti af því að ná eðlilegu samtali á vinnumarkaði er auðvitað er breyta þessari ómenningu sem hefur verið fylgifiskur frjálshyggjunnar á Íslandi er hófst fyrir alvöru upp úr ,,þjóðarsáttarsamningunum 1990" .

Fyrir utan þá leiðréttingu sem verður að fara fram á almennum í lífskilyrðum fólks á Íslandi.

MBL.IS
 
„Nú krossum við fingur og vonum að gerðardómur verði skipaður hratt og vel og skili góðum og réttlátum úrskurði. Ég held maður slaki ekki alveg á fyrr en þetta er alveg komið í höfn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands.

mbl.is „Ljótustu samskipti sem ég hef átt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn sáu ljósið og samningar tókust.

  • Það er gott að það sé komin ákveðin lausn í kjarasamningaviðræðum ríkisins og ljósmæðra.

Það er von til þess að þetta leiði til einhverrar viðunandi framtíðarlausnar. En til þess að svo geti verið verður gerðardómurinn að komast að réttlátri lausn.

En það er morgunljóst að fara verður yfir allt launa-kerfið í heilbrigðiskerfinu og skapa verður heildstæða og gegnstæða stefnu.

Það er ljóst að markaðslaunakerfið sem stofnanasamn-ingar svo sannarlega eru. Duga ekki hjá heilbrigðis-stofnunum því slíkir samningar bjóða ævinlega upp á launamisrétti.

Þá verða kerfisbreytingar að bera með sér, að dragi úr launamisrétti í heild sinni. Að laun þeirra sem starfa á lægstu launum verði einnig leiðrétt. Þetta hefur verið mjög erfið deila sem staðið hefur óslitið frá 2015.

En ljósmæður hafa ekki haft kjarasaming í þrjú ár er skýrir kergjuna í viðræðunum. Því er það sérstaklega gleðilegt að deilan var leyst með samningum. Ekki hafa samtök atvinnurekenda í landinu hjálpað til í aftursætinu.

Þar kemur við sögu samninganefnd ljósmæðra, ríkis-sáttasemjari, heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra, samninganefnd ríkisins ásamt Landspítalanum sjálfum.

Það er full ástæða til þess að hrósa liðsmönnum VG í ríkisstjórn og á Alþingi fyrir að þessi áfangi í málum ljósmæðra skuli nást eftir allt sem undan er gengið.

Ég leyfi mér að halda að þessi lausn hafi fundist án þess að skerða verkafallsrétt ljósmæðra hafi verið vegna þess að VG fólk m.a. hélt sleitulaust áfram við að reyna að finna nýjar leiðir og hún nú fannst á síðustu dögum.

Ég er nokkuð viss um að allar ríkisstjórnir sem ekki hefðu verið með fulltrúa VG innanborðs hefðu verið búnar að setja lög á ljósmæður, eða að minnsta kosti hótað slíku reglulega.

Ríkisstjórnin hafnaði sameiginlega öllum slíkum aðgerðum. Greinilegt er að heilbrigðiskerfið sjálft heggur á hnútinn á lokasprettinum.

  • Ríkisstjórnin i heild sinni hafnaði öllum lagasetningar aðgerðum á ljósmæður.

 

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Á von á því að ljósmæður samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska eineltis-heilkennið

  • Eineltis-heilkennið virðist vera faraldur sem fylgir flestum sveitarastjórnum í landinu. Ekki er Alþingi góð fyrirmynd í þessum efnum.

    *
  • Þessi sjúkdómseinkenni virðast einnig fylgja í stjórnum og í trúnaðarmannaráðum verklýðsfélaganna ásamt þeirri menningu sem ríkir í flestum stjórnmálaflokkum á Íslandi.

    *
  • Það væri til mikilla bóta fyrir íslenskt samfélag að þessari ómenningu verði úrýmt með öllu.

    *
  • Ekki kæmi mér á óvart að svona ástand sé einnig ríkjanndi innan íþróttahreyfingarinnar. Er þett e.t.v. íslenskur ómenningararfur?

    *
  • Það þarf sterk bein til að þora, að vera einn í minnihluta. Það þekki ég á eiginn skinni.
RUV.IS
 
Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins telja sterkar vísbendingar um að í Ráðhúsinu ríki eineltismenning og hafi jafnvel ríkt lengi. Tilefnið er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur en dómurinn felldi úr gildi skriflega áminningu sem skrifstofustjóri borgarinnar veitti ...

mbl.is Eineltismenning jafnvel ríkt lengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handhafi stóra sokkabandsins veldur stormi í vatnsglasi

  • Guðni Jóhannesson forseti Íslands heiðraði Piu Kjærsgaard með stórriddarakrossi Íslands þann 24. janúar 2017 þegar hann var í opinberri heimsókn í Danmörku.
    *
  • Á ráðuneytistíma Bjarna Benediktsonar.(11. janúar til 30 nóvember 2017)

Pia og Vigga

Íslenskir orðuþegar eru að jafnaði ríflega tugur hverju sinni. Þá sæmir forseti árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu.

Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja.

Meðal annarra sem fengu stórriddarakross í heimsókn forsetans voru Benedikte prinsessa systir Margrétar Þórhildar drottningar, Joachim prins og Marie prinsessa eiginkona hans, Mary krónprinsessa og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.

Þetta eru í meira lagi sérkennilegt

ORÐUNEFND
Í orðunefnd eiga nú sæti:
Guðni Ágústsson, fv. ráðherra, formaður. Framsóknarflokkur
Ellert B. Schram, fv. alþingismaður, Samfylking 
Guðrún Nordal, Embættismaður 
Jón Egill Egilsson, fv. sendiherra, embættismaður
Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og alþingismaður Samfylking
Örnólfur Thorsson, orðuritari. Embættismaður

Ráðuneyti Katrínar Jakopsdóttur tók við stjórn landsins 30 nóvember 2017.

  • Hversu margir íslenskir ráherrar hafa hafnað Fálkaorðunni?
    *
  • Hvað mun formaður VG gera?
    *
  • Píratar virðast sofa á fundum Alþingis

mbl.is Koma þingforsetans rædd fyrir ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband