Meirihluti á Alþingi er í raun staðfestur gegn orkusölu til Evrópu

  • Hverfa­fé­lög Sjálf­stæðis­flokks­ins í Smá­í­búða-, Bú­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík­ur ályktaði með eftirfarandi hætti:

„Fund­ur­inn skor­ar ein­dregið á for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins að hafna þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins á þeim grunni að hann stang­ast á við ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar, opn­ar Evr­ópu­sam­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auðlind Íslands og hækk­ar verð á raf­orku og af­leiðing­ar til langs tíma eru óviss­ar.“

Kárahnjúkavirkjun

Einnig var rifjað upp á fund­in­um álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins frá því fyrr á þessu ári þar sem hafnað var því að frek­ara vald yfir ís­lensk­um orku­mál­um yrði fært í hend­ur stofn­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ef  þetta viðhorf sem þessi ályktun lýsir samhljóða viðhorfum flokksins í heild sinni  er ljóst að á Alþingi, er mikill meirihluti gegn því að þjóðin selji raforku gegnum sæstreng til Evrópu.

Þá liggur bara fyrir að Alþingi álykti og samþykki lög sem taka mið af þessum veruleika. Þessi skoðun er auðvitað ekkert ný með þjóðinni sem finnst nóg komið af stórum raforku samningum til erlendra aðila.

Bara til að stöðva alla tilburði Landsvirkjunar sem stöðugt vinnu að slíkri samningsgerð og í raun gegn vilja þjóðarinnar.   

 


mbl.is Flokkurinn hafni orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór fyrirtæki eru svifasein og skila ekki meiri arði

  • Hverju hafa sameining sláturhúsa fyrir áratugum skilað til sauðfjárbænda í bættum kjörum?
    *
  • Mér skilst einmitt af allri umræðu um að kjör sauðfjárbænda hafi aldrei verið lakari hin síðari ár.

hrútur

Ef það er rétt, er ljóst að þessar sameiningar voru mistök og hafi nákvæmlega engu skilað til bænda.

Ekki hefur neinn arður af þessari aðgerð skilað sér til almennings.

Í þessari frétt fullyrða tveir gildir bændur að með fyrirhugaðri sameiningu Kjarnafæðis og Norðlenska myndi það hækka afurðaverð til bænda.

Þessir ágætu menn hafa nákvæmlega ekkert fyrir sér í því. Þetta er bara einhver óskhyggja eða ágiskun. Þetta er a.m.k. 60 ára framleiðsluhugmyndir sem eru fyrir löngu úreltar og skila engu til bænda.

Þeir fullyrða að bændur geri sér grein fyrir vanda sláturhús-anna og afurðarstöðvanna. Því séu viðbrögð bænda nú frekar lítil nú.

En það er ekki þar með sagt að bændur séu endilega sáttir við sína stöðu eða haldi að þessi fyrirtæki séu ákaflega vel rekin.

Ég held einmitt að það kraumi undir mikil óánægja með eigin stöðu og að þeir séu í raun í fjötrum fyrirtækjanna sem þeir þurfa að rífa sig frá.

  • Það þarf miklu meiri fjölbreytni í landbúnaðinn og bændur sjálfir heima í héraði eru einir færir um að skapa það sem þarf í þeim efnum og getur skilað þeim auknum tekjum
    *
  • Markaður á Íslandi fyrir landbúnaðarvörur er nú í sögulegu hámarki. Því ættu kjötframleiðendur að blómstra um þessar mundir.
RUV.IS
 
Eitt af helstu markmiðum með fyrirhugaðri sameiningu Kjarnafæðis og Norðlenska er að hækka afurðaverð til bænda, segir stjórnarformaður Norðlenska. Sauðfjárbóndi í Grýtubakkahreppi segir þetta nauðsynlegt skref til hagræðingar, fækka þurfi höndum sem vinna í greininni. Han...

Fjármálaráðherra í póker

  • Þetta er auðvitað mikilvæg viðleitni hjá forsætisráðherra.

En spurningin er brennandi um, hvenær allir þessir hagsmuna aðilar fara að ræða um kjarna málsins.

Hvenær þeir hætta að sýna fallegu gljáfægðu sverðin sín.

1. maí-2018

Ekki hefði ég viljað sitja undir þessum merkingarlausu sveiflum.

Það er ljóst, að á fundunum hefur til þessa farið fram hörð keppni milli hagfræðinga hagsmuna aðila um hver væru með flottustu Power Point glærurnar. Glærur sem þeir hafa sýnt hvor öðrum um áraraðir með smá tilfærslum milli ára.

Mér var sérstaklega starsýnt á hugmyndir um sérstakar reiknivélar fyrir: Tekjuskatt --Barnabætur --Vaxtabætur --Eignaskatt --Fasteignagjöld og Húsnæðisbætur (húsaleigubætur)

En engar hugmyndir um sérstaka reiknivél til að reikna út sérstaklega kaupmátt launa láglaunafólks og lífskjör þeirra sérstaklega með nýrri nálgun sem nauðsynlegt er að ná samningum um.

Efling 1. maí 2018

Það er kjarni málsins í dag og á það benti ég í morgun og spurði um plan VG í málinu. Pókerspil fjármálaráðherrans duga ekki í heiðarlegri umræðu um grundvallarmál. Þar skora auðvitað húsnæðiskjörin býsna hátt. Sem er þó mikilvægt að gert verði ef draga á úr stéttaskiptingu í landinu.

Ég veit auðvitað vel af því að þessi umræða er hreint eitur í huga hagfræðinga og fjármála aflanna í landinu, en er ofarlega í huga vinstri manna. En einnig í huga foringja tveggja stærstu verkalýðsfélaganna í landinu og reyndar miklu fleiri.

framleiðni

Þá fannst mér brandari samtaka atvinnurekenda um framleiðni vinnu launafólks aumkunnarverður. Glæran var á10 síðu glærusafnsins sem atvinnurekendur sýndu á 6. fundi var einstaklega skemmtileg.

Síðan er heitir: „Launakostnaður á framleidda einingu síðastliðin tvö ár“ Þar er gefið í skyn eins og löngum áður hjá samtökum atvinnurekenda að umsamdir launataxtar sé einhver stór breyta er varðar framleiðni.

Þetta er auðvitað alrangt því framleiðni vinnunnar ræðst alfarið af stjórnun framleiðslunnar og hvað er framleitt hverju sinni. Spurningin er jafnan um hvort framleiðslan skili góðum verðum. Síðan er umræðunni um framleiðni fjármagnsins algjörlega sleppt í jöfnunni.

Myndin sýnir augljóslega að launataxtar segja mjög lítið til um framleiðni, því framleiðnin er mest þar sem launin eru hæst. Til að gera umbætur verða atvinnurekendur að horfa í spegil að skoða hvað þeir sjálfir þurfa að gera betur. Sökin liggur algjörlega hjá þeim í þessu máli.

 

Nóg að sinni.


Skólabörn eru greinilega úr plasti að mati sumra.

  • Útgerðin gerir út á þorskveiðar, en fjölmargir aðilar gera út á grunnskólabörn til að hafa af þeim tekjur
    *
  • Það er ekki verkefni grunnskólanna að vera með barnagæslu fyrir vinnandi fólk eða fyrirtækin í landinu.

álftamýrarskóli

Ef t.d. langskólagengið fólk er að eignast börn verður það gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að þau eru lifandi verur sem verður að sinna. Þau eiga ekki að vera fyrir neinum.

Verkefni grunnskólanna og markmið er að þjónusta nemendur sína og veita þeim menntun eftir bestu getu skólanna.

Til viðbótar við skyldur foreldra í þeim efnum.Það eru gerðar miklar kröfur til nemenda og þeirra starfsár eru löng.

Einnig verða bæði foreldrar og jafnvel aðilar sem hafa foreldra í störfum að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að það eru aðilar sem halda uppi gríðarlegri starfsemi þar sem grunnskólabörn er markhópurinn strax eftir að skóla lýkur hjá grunnskólanemendum á hverjum degi. 

Frítími sem á að vera hvíldartími og frídagar hvíldardagar þeirra eru einnig nýttur til fulls til að þjóna hagsmunum annarra en nemenda.  Þessir markaðsaðilar eru sífellt að maka krókinn.


Þetta eru t.a.m. íþrótta félög og ýmsir aðrir aðilar sem skipuleggja starfsemi sína þannig að kornungir nemendur hafa nánast engan frítíma fyrir sig.

Enginn tími er fyrir næðis stundir hjá nemendum t.d. með foreldrum sínum sem er börnum ákaflega mikilvægt. Þetta hefur  sett heimanám barnanna í algjört uppnám í flestum fjölskyldum.

Þessi daglegi klukkutími sem er áætlaður fyrir heimanám fer í allt annað enda sést það almennt á árangri barna.

Aldrei hefur verið skoðað eða rannsakað hvaða áhrif þetta ofurálag hefur á námsárangur nemenda á öllum aldri eða jafnvel hver uppeldisáhrifin eru.  Almennt verður bara að segja, að meira verður ekki lagt á þetta fólk.

Grunnskólanemendur eru ekki gerðir úr plasti og öll eins, innst sem yst. Þeir eru lifandi verur sem eiga að fá að undirbúa sig undir lífið með eðlilegum hætti.

Til er lög frá 1980 um vinnu barna og ungmenna. Engin lög eru til um hversu mikið má leggja á börn umfram eðlilega skólagöngu t.d. í íþróttaiðkun.


En það er ljóst, að það má örugglega ná betri árangri  hjá börnum í grunnskólum landsins ef allt heimanám yrði fært inn í skólanna og heimanámstíminn yrði nýttur þar og færi fram í umsjón kennara.  

 


mbl.is Fjöldi kennslutíma á pari við OECD-ríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ulla, er gamall íslenskur og áhrifaríkur siður

  • Árunum eftir seinni heimstyrjöldinar þegar ég var að alast upp í Þingholtunum og erlendir dátar voru enn algengir í miðbænum
    *
  • Var ull algengt á þeim slóðum og notað eftir að lengi hefur verið reynt að ræða við einhvern aðila sem var að frekjast og sýna óhæfilegt hátterni
    *
  • Eftir að reynt hefur þá verið sýna viðkomandi aðila á málefnalegan hátt að hann hagaði sér ekki vel, en hann skyldi alls ekki það sem sagt var af mikilli þolinmæði
    *
  • Þá var það gjarnan síðasta úrræðið að ulla bara framan í hann og sá vitgranni var þá fljótur að skilja hlutina. En það var fágætt að hinn vitrýri klagi nema að hann væri nautheimskur
    *
  • Almennt skildi kjánaprikið hann hafði látið kjánalega, orðið sér til skammar og forðaði sér
    *
  • Algengt er að stúlkur notuðu þetta á ódæla aðila og ungar konur þegar aðrar leiðir voru ófærar.

mbl.is Kerfið hefur verið að klikka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntandi lestur

  • Stórkostleg og mannbætandi grein, þ.e.a.s. menntandi
    *
  • Hér er svo sannarlega varað við gervilýðræði sem víða skýtur rótum þar sem áður ríkti gott lýðræði.

Christine Nöstlinger rithöfundur

Það er varað við sterkum foringjum meðal þjóða og það er fjallað um hættuna af vaxandi fasisma hvarvetna og illum hugsunarhætti sem honum fylgir.

Það vakna margar spurningar við þennnan lestur hvort sem það er vegna lesturs á formála þýðandans eða þetta ávarp eftir Christine Nöstlinger.

Hvað verður um það fólk sem leitar til Íslands með von um að þar megi byggja upp framtíðarbústað og frelsi? En fasistar nútímans á Íslandi hrekur í burtu út í óvissuna.

Þessi málefni eru vissulega dauðans alvara. Hversu margir af þessu fólki munu berast með reyknum til himins?

KJARNINN.IS
 
Reynir Tómas Geirsson þýddi grein eftir Christine Nöstlinger sem fékk Astrid Lindgren barnabókarverðlaunin og var margheiðraður rithöfundur. Hún lést í byrjun júní síðastliðnum.

Er ekki eitthvað bogið við þetta?

  • Í fréttablaðinu í morgun birtist þessi pistill eftir Kristínu Ólafsdóttur er fjallar um stöðu láglauna foreldra og börn þeirra við upphaf skólagöngu að hausti
    *
  • Þótt það kunni að vera einhverjar tölur í pistlinum séu ekki 100% hárréttar að þá fara þær örugglega mjög nærri raunveruleikanum.

Síðustu misserin hafa forystumenn í miðstjórn ASÍ og einkum forseti þess hrósað sér af mjög góðum árangri við að halda uppi kaupmætti launa hjá launafólki í bráðum 30 ár. Það sé allt að þakka þeirri stefnu sem ASÍ hefur leitt þessa áratugi í vísitöludansinum.

Ráðherrar núverandi og allra síðustu ríkisstjórna hafa einnig og einmitt gumað af því að kaupmáttur launa og lífskjör launafólks hafi aldrei verið betri.

Það eru aðeins nokkrir dagar síðan að tveir ráðherrar hafa lýst áhyggjum af væntanlegri hörku í verkalýðs-hreyfingunni. Allt minnir þetta á tíðina fyrir hrun.

Nú í morgun segir útvarpið eftirfarandi frétt:
„Verulega hefur hægt á aukningu kaupmáttar launa frá því sem mest var og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur frá því um mitt ár 2017,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

Verðlag hækkaði einungis um hálft prósent samtals í maí og júní og þar með tók kaupmáttur stökk upp á við og jókst um 2,4 prósent milli apríl og júní. Kaupmáttur launa var 3,2 prósent meiri nú í júní en hann var fyrir ári.

Frá upphafi árs 2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um tæp 24 prósent, eða um það bil 7 prósent á ári. Það er veruleg aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd“.

Lágmarkslaun í landinu frá 1. maí sl. eru 300 þúsund krónur á mánuði og þá á eftir að greiða einhverja skatta. Það er morgunljóst að fjöldi fólks er starfandi eftir þessum lægstu launaflokkum.

En auðvitað oftast eftir eitthvað örlítið hærri töxtum. Setjum okkur í spor einstæðu móðurinnar er býr við þessi lífsjör og ber húsnæðiskostnað eins og allir aðrir.

  • Skoðum síðan tölurnar sem Kristín birtir.

En verst er að allir stjórnmálamenn vinna samkvæmt þeim meðaltölum sem vísitölur gefa upp að sé rétt mæling á lífskjörum láglaunafólks.

En við erum mörg sem höfum starfað í kjarabaráttu og jafnframt í félagslega kerfinu vitum að launavísitalan mælir ekki lífskjör allra með eðlilegum hætti.

Það er einnig ljóst að fjölmargar afætur rífa í stöðu lágalaunafólks með börn og minnist Kristín á íþróttafélög, tónlistaskóla og eitt og annað.

Stjórnvöld, bæði ríkisvald og sveitarstjórnir geta augljóslega bætt þessa stöðu með ýmsum hætti. Breytingar þola ekki bið til áramóta.

WWW.VISIR.IS
 
Haustið er spennandi tími fyrir flesta krakka. Skólinn og tómstundirnar hefjast á nýjan leik og þau hitta aftur félagana eftir sumarið.

Grjóti kastað úr glerhúsi

  • Furðuskrif Sturlu bera svo sannarlega vott um sérkennilegt siðgæði finnst mér.

Bæði er það, að það getur enginn vænst þess að fyrir þeim sé borin virðing eða traust nema að hafa áunnið sér með raunverulegum hætti virðingu annarra eða traust.

Sturla kýs greinilega að gleyma því, að einmitt Alþingi og ráðamenn þar höfðu í nær tvo áratugi gjörsamlega brugðist þjóðinni.

  • Þessir sömu ráðamenn og félagar Sturlu hafa enn ekki litið í eigin barm og eða beðið þjóðina afsökunar á atferli sínu er nær leiddi þjóðríkið til glötunar. Með því allsherjarhruni sem varð 2008.

Reyndar átti spillingin í þeim gamla valdaflokki er Sturla telur sig í, að vera orðin öllum ljós löngu fyrir hrun. Eftir að í ljós kom að fjölmargir aðilar báru ógrynni fjár í flokkinn og í ýmsa félaga hans.

Engum ber skylda til að bera einhverja sérstaka virðingu fyrir Alþingi sem er það fólk sem þar starfar en ekki húsið sjálft. Það er fráleitt. Ráðamenn í borginni geta heldur ekki vanvirt Alþingi. Alþingismenn þurfa enga hjálp í þeim efnum.

  • Steinninn „Svarta keilan“ eftir Santiago Sierra er góður minnisvarði um tímabundinn sigur lýðræðisins yfir valdhöfum Íslands
    *
  • En ekki get ég sagt að mér finnist minnisvarðinn fallegur en hann er mikilvægur einmitt á þessum stað og minnir m.a. á vinnubrögð Sturlu og félaga, er láta menn úti í bæ ráða gjörðum sínum.

Vert er að taka undir að illa hefur verið farið með þetta svæði sem Sturla kallar „Landsímareit“ og er það auðvitað vanvirðing við almenna borgara í Reykjavík.

En það er ekki við núverandi borgarstjórn að sakast í þeim efnum og Sturla ætti auðvitað að ræða við gamla flokksfélaga um þessi hrikalegu umhverfisslys.

Fyrsta slysið var auðvitað þegar litlu timburhúsin voru rifin sem stóðu á þessu horni þar sem þetta svonefnt „Landssímahús“ stóð. Ég kom nokkrum sinnum í annað húsið er ég var krakki þar sem Rauði krossinn starfaði.

Annað mjög alvarlegt slys varð þegar stóra húsið var byggt og kennt við Ragnar í Markaðnum. Þarna réðu peningasjónarmið ferðinni og stjórnmálaflokkur slíkra sjónarmiða.

Ekki hefur verið upplýst hve mikið þessi Ragnar þurfti að greiða í flokkssjóði Sjálfstæðisflokksins fyrir byggingarleyfið.

  • Það greinilegt, að ,,Svarta keilan" hefur haft áhrif
RUV.IS
 
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis, segir stjórnendur Reykjavíkurborgar sýna Alþingi og umhverfi þess „fullkomið virðingarleysi“ með framkvæmdum á svokölluðum Landsímareit við Austurvöll, sem hann kallar skemmdarverk. Þá segir hann allt benda til að borgarstjór...

Nýr og ferskari tónn er nauðsynlegur

  • Það er mikilvægt að íslenska þjóðkirkjan boði og starfi í anda boðskapar iðnnemans forðum daga. Bæði í orði og í verki. 

dómkirkjan
Að starfsmenn kirkjunnar tali til fólks á manna máli, noti málsnið nútíma fólks svo boðskapurinn komist til skila.

Að prestar tali ekki niður til fólks eins og var plagsiður margra presta fyrir örfáum árum. Sumir gera það jafnvel enn.


Auðvitað verða prestar að hafa Nýja textamenntið í bakgrunni síns boðskapar, en það hlýtur að vera verkefni prestsins að tala inn í samtímann en að vera ekki í sífelldum skólaverkaefna lestri eins og sé verið að hlýða þeim yfir í Guðfræðideildinni. 

Hann vinnur úr boðskapnum kjarnan sem við trúum á og talar inn í viðfangsefni samtíðar sinnar á tungu almúgans í landinu.

Rétt eins og góður kirkjuleiðtogi gerði og boðaði að ætti að gera með því að nota þjóðtungu fólks í athöfnum kirkjunnar í hverju landi fyrir sig.


mbl.is Kirkjan beiti sér í álitaefnum dagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður enginn meiri af því, að upp hefja sjálfan sig á kostnað annarra.

Dagur flísarinnar, sunnudaginn 12. ágúst.

  • ,,Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu"
    *
  • Dæmisöguna ætla ég ekki að rifja upp sem er í fullu gildi nú sem fyrr og er ein af grunnstoðum sósíalismans.

Já mannlífið og pólitíkin eru skrítnar tíkur. Margt getur gerst í borginni ef það hentar ákveðnum hagsmunum. Nú er í tísku að tala illa um þá umhyggjusömu og þeir kallaðir ,,góða fólkið" og á það að vera í háðungarskyni.

heiðarleiki

Það endurtekur sig sífellt að t.d. stjórnmálamenn dulklæðast í sauðagærur og þykjast vera allt annað en þeir eru. Nú hefur slíkt gerst í borgarstjórninni.

Nú er svo komið að fulltrúar elítunar og valdsins í borginni þykjast skyndilega vera annt um okkar minnstu bræður og systur. Það eru þeir hinir sömu sem vinna ævinlega gegn hagsmunum þeirra sem bágast standa, þeir sem berjast gegn bættum kjörum fátækra.

Ég sá ástæðu til að minnast þess, að kalla má þennan dag, „Dag flísarinnar“ . En í dag rifjar ákveðinn hópur fólks upp söguna um manninn er tilheyrði æðri stétt. Er hafði notið góðrar menntunar á þess tíma mælikvarða, var í þjónustu valdsins í sínu samfélagi sem auga þess. En minnist einnig sögunar vegna fulltrúa heiðarleikans í henni.

Af þessum sökum klæddist ríki maðurinn dýrum fatnaði svo fólk sæi hversu merkilegur hann væri og hversu góðra launa hann nyti. Hann ilmaði auðvitað líka af dýrindis ilmefnum.

Hann taldi sig vera meiri mann og miklu merkilegri en einhver sauðsvartur almúgamaður er varð á vegi hans einn dag. Þjónar hans gættu þess að sá fátæki kæmi ekki of nærri.

Greinilega verkamaður á naumum kjörum klæddur slitnum og fátæklegum vinnufötum á helsta stræti borgarinnar og fór þar með veggjum. Taldist hann örugglega til óæðri stéttar, þ.e.a.s. óþekktur slitinn láglaunamaður.

Sá ríki þurfti lítið að starfa og hafði ekki sigg í lófum, en leyfði sér að sýna þeim er hann mætti óvirðingu og taldi hann vera ónytjung og vera til byrði á þjóðinni.

Hin fátæki beygði höfuð þreytilegur að sjá og var á leið til fjölskyldu sinnar með brauð frá gærdeginum til viðurværis. Maður sem vann myrkranna í milli, maður með enga rödd í samfélaginu.

Hinn ríkmannlegi og hans líkar kvörtuðu stöðugt undan of lágum launum sínum þótt þau væru margföld á það sem verkamenn nutu. Hann taldi sig vera nær almættinu og vera æðri og ætti að njóta meiri virðingar.

Þetta er niðurlag frásagnarinnar um ,,Dag flísarinnar"

Almúgamaðurinn var auðvitað fulltrúi fyrir heiðarleikann og hann stóð sína plikt og sinnti sínu fólki eftir bestu getu. Hann var bara eins og hann var í eigin persónu og reyndi ekki að sýnast vera neitt annað.

 
 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband