Ójafnaðarmaðurinn

  • Bjarni Benediktsson gumar að því, að mikið hafi verið gert til að bæta stöðu láglaunafólks í landinu í tíð núverandi ríkisstjórnar
    *
     
  • Hann hefur nú sérstakar áhyggjur af afli verkalýðshreyfingarinnar ásamt fyrirtækja samtökunum sem launafólk heldur uppi með vinnu sinni.  

Hann minnist auðvitað ekki á þá staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 25 ár á tímum værukærrar forystu verkalýðshreyfingarinnar stór aukið skattaálögur á láglaunafólki.(nægir að nefna rannsóknir Stefáns Ólafssonar sem eru traustar heimildir fyrir því) En þær eru víðar.

Bjarni benediktsson 1

Á sama tíma sem flokkur Bjarna hefur minnkað skattaálögur á hálaunafólki. Einnig skapað ákveðnu fólki möguleika á að greiða aðeins þriðjung í skatta miðað við það sem launafólk greiðir.(fjármagnstekjuskatturinn)

  • Launafólk krefst leiðréttinga og réttlætis.

Afrek þau sem Bjarni tíundar  eru hreinir smámunir upp í þá leiðréttingu eins og hér má sjá: „Ég nefni aðgerðir í tengsl­um við fjár­lög yf­ir­stand­andi árs, eins og sér­staka hækk­un barna­bóta til tekju­lágra; breyt­ing­ar á per­sónu­afslætti og viðmiðun­ar­mörk­um á milli efra og neðra þreps; hækk­un at­vinnu­leys­is­bóta á síðasta ári, mjög mik­il hækk­un, sem rík­is­stjórn­in beitti sér fyr­ir; leng­ing fæðing­ar­or­lofs — allt eru þetta atriði sem snerta vinnu­markaðinn“ .

Svo ekki sé þetta borið saman við lækkun veiðigjalda sem nú þegar er búið að breyta í ákveðin tekjuskatt sem kostar samfélagið enn meira.Gjöldin látin taka mið af rekstri fyrirtækja í útgerð sem er eins misjafn og fyrirtækin eru mörg.

  • Það er fullkomlega eðlilegt að taka þrepaskiptan tekjuskatt eða það sem væri enn árangurs ríkara sem væri að taka upp þrepaskiptan persónuafslátt. 

Fyrir utan þetta hefur flokkur fjármálaráðherrans brotið niður félagslega innviði samfélagsins sem hefur bitnað illa á láglaunafólki.

Þá var það í tíð Davíðs Oddssonar sem verkamanna-bústaðakerfið lagt niður og tryggingagjöldin sem launafólk greiðir látið ganga til fyrirtækjanna.

  • Nei Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf unnið gegn hagsmunum launafólks.  

 


mbl.is Skattatillögur ASÍ auki jaðarskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn vilja hirða olíuauðinn -- svarta gullið í Venesúela

  • Nú eins og iðulegast áður virðast oftast einhverjir aftaní ossar Bandaríkjanna ráðast í hlutverk utanríkisráðherra Íslands.

Venesúela

Aðilar sem eru algjörlega leppar Bandaríkjanna, jafnvel þótt þar fari fyrir stjórn ógnvænlegir öfga aðilar,  forystumenn þjóðar sem sýnir öðrum þjóðum óhikað vélráð sín og drápstól.

Árum saman hefur Bandarísk stjórnvöld unnið gegn Venesúela leynt og ljóst, einkum eftir að ríkisvaldið í Venesúela þjóðnýtti alla olíuvinnslu í landinu og Bandarískir  hættu að geta arðrænt þjóðina eins og þeir höfðu gert.
herþota

Bandarísk stjórnvöld eru ekkert að flagga því, að langvarandi efnahagsþvinganir þeirra  gagnvart Venesúela hafa m.a. orðið til þess að setja landið í þrot.

Ekki er heldur minnst á stuðning Bandaríkjastjórnar leynt og ljóst við hvers kyns undirróðursstarfsemi og skemmdarverk í landinu og nauðungar liðsafnaður herveldisins meðal nágranna Venesúela.

Það er sama hvert herveldið er, þeirra helsta einkenni sem hefur sýnt sig í veraldarsögunni sem er að kúga aðrar þjóðir til hlýðni við efnahagslega og pólitíska hagsmuni sína.
herþyrla 1Getur það verið, að það sé sameiginleg ákvörðun núverandi ríkisstjórnar að styðja enn frekari við kúgunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart  Venesúela.


Áróðursrit frjálshyggjunnar

  • Hér koma fram öflugar athugasemdir við áróðursrit frjálshyggjunnar um íslensk bankamál í fræðigrein.
    *
  • Vekur greinarhöfundur athygli á, að í hvítbókinni er nær eingöngu notað orðfæri hagsmunaafla á fjármála markaði.

Það er engan veginn sjálfgefið að lækkun skatta á  banka myndi skila sér í minni vaxtamun né að virk samkeppni tryggi að ábati hagræðingar í bankakerfinu skili sér til neytenda.

Samkeppni á markaði leiðir ekki alltaf til hagkvæmustu niðurstöðunnar og það er beinlínis hættulegt að láta eins og bankarekstur lúti sömu lögmálum og annar atvinnurekstur.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Ásgeirs Brynjars Torfasonar, lektors í fjármálum og reikningsskilum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Um Hvítbók sem á að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem starfshópur fjármálaráðherra birti fyrir jól.

Í skýrslunni er lagt til að skattar á fjármálafyrirtæki verði lækkaðir og dregið úr eignarhaldi ríkisins.

Að mati Ásgeirs er skýrslan mótuð um of af „sterkri hugmyndafræði“ og hagfræðikenningum sem biðu skiptbrot í alþjóðlega fjármálahruninu 2007-8.

„Mikið af þessum meginkenningum hafa verið teknar til rækilegrar endurskoðunar erlendis, en það virðist ekki bera mikinn keim af þeirri nýju hugsun í hvítbókinni"  skrifar Ásgeir.

 


Meðaltölin gefa aldrei rétta mynd af kaupmætti fólks

  • Heldur ekki af skattagreiðslum

  • Það hafa komið fram réttmætar kröfur um skattajafnrétti á Íslandi
    *.
  • En einn helsti varðhundur misréttisins, núverandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson telur greinilega að misréttið sé eðlilegt.

Bjarni benediktsson 1

Almennt launafólk (öryrkjar og eftirlaunafólk) greiðir í staðgreiðslu skatta 36,94% af brúttótekjum sínum (þ.e.a.s. af öllum tekjum) undir 927 þúsundum á mánuði, til frádráttar kemur persónuafsláttur sem allir njóta er samtals 56.447 kr.á mánuði.  

Fyrir utan þessar greiðslur greiðir launafólk (fyrir utan öryrkja og eftirlaunafólk) nær 20% umsaminna tekna í lífeyrissjóð og um 6% umsaminna tekna í tryggingagjöld. (skattur greiddur eftirá) Þetta eru staðreyndirnar þótt reynt sé að breiða yfir þær.

Þá er hinn hópurinn sem greiðir í dag 22% af heildar nettótekjum sínum ( þ.e.a.s. tekjur að frádregnum kostnaði við að afla teknanna, svona rétt eins og fyrirtækin gera) í fjármagnstekjuskatt. Það eru fjárfestar, fjármagnseigendur  og í raun atvinnurekendur oftast í gegnum eignarhaldsfélög í þeirra eigu.

Þetta fólk greiðir ekki tekjuskatt, nema að það sé launafólk í fyrirtækjum sínum og greiði af slíkum launum einnig í lífeyrissjóð og tryggingagjöld. Persónuaf-sláttur nýtist þessum aðilum að fullu.  En af fjármagnstekjum er ekki greitt útsvar, ekkert í lífeyrissjóð og ekki heldur tryggingagjöld.

Í þessum seinni hópi er gjarnan hálaunafólkið sem nýtir persónuafslátt að fullu og einu aðilarnir sem geta notið lægra skattþrepsins að fullu fyrir þær mánaðar tekjur sem eru undir 927 þúsundum.

Þannig að það er verulegt svigrúm til að hækka persónuafslátt svo hann dugi til að  greiða tekjuskatt  láglaunafólks. Til þess verður að setja þrepaskipt launaþak. En einnig að fjarmagnstekjuskattur verði eins og tekjuskatturinn, með sömu hlutföllum og miðaður við brúttótekjur.

Þá tapar ríkissjóður ekki tekjum og  allir verði jafnir skattgreiðendur  rétt eins og var um 1990 þegar þjóðarsáttar-samningarnir voru gerðir. Áður en Sjálfstæðisflokkurinn tók að hækka skatta á launafólki og lækka skatta á fjárfestum og hálaunafólki.


mbl.is „Ótrúlega djarfar hugmyndir“ komið fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband