Eðlilegt er, að erlent ferðafólk greiði kostnað af veru sinni á Íslandi

  • Það ber svo undarlega við, að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakopsdóttur, á ferðaþjónustan áfram að njóta ríkisstuðnings í formi lægri virðisaukaskattaskila erlendra ferðamanna á Íslandi.

farþegaflugvél

Alltaf eru að berast fréttir af gríðarlegum kostnaði ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna þessa ferðamannastraums. Því er þetta er mjög furðulegt.

Talið er að aðeins 40 milljarðar skili sér til ríkis og sveitarfélaganna vegna ársins 2017 en kostnaður greinilega miklu meiri.

Hugmyndin er að taka upp komugjöld fyrir alla sem fara um íslenska flugvelli sem bæði erlendir ferðamenn og íslenskir greiða. Allt samkvæmt EFTA reglum.

rútubílar

Eðlilegt er að erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ferðatryggðir.

Slík trygging stæði undir kostnaði þeirra sem lentu inn á heilbrigðis-stofnunum á Íslandi og leitarkostnaði ef það þyrfti að leita að þeim ásamt öðru tilfallandi eftir ákveðnum reglum.

Eðlilegt væri að þetta komugjald stæði einnig undir iðgjöldum fyrir slíkar tryggingar.

Það væri að sama skapi eðlilegt að slíkar tryggingar yrðu reglulega boðnar út og þá á Evrópska efnahagssvæðinu. 


Þá er auðvitað eðlilegt að ferðafólk standi undir eðlilegum vegagjöldum. Ef ekki með venjulegum virðisaukaskatti þá með því að innheimta slíkan skatta af þeim fyrirtækjum sem leigja út bíla hvort sem það væru venjulegir bílaleigubílar og eða fólksflutningabílar af öllum stærðum.

Slíkar tryggingar myndu síðan gera upp sjúkrahúskostnað og ákveðinn leitarkostnað til björgunarsveita ásamt ýmsum öðrum eðlilegum kostnaði sem upp kæmi.

Það er fullkomlega óeðlilegt að venjulegir mörlendingar standi undir verulegum kostnaði vegna erlendra ferðamanna á Íslandi og starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja


mbl.is Mikil fjölgun í Fjaðrárgljúfri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband