Greinilegt er, að ríkisvaldið mismunar fólki alvarlega

  • Það er ekki bara í hlutfallsgreiðslum fólks í skatta, en staðgreiðsla skatta 2018 er reiknuð í tveimur þrepum. 

Útreikningur fyrir mánaðartekjur er sem hér segir:
Af fyrstu 893.713 kr. 36,94%  Af fjárhæð umfram 893.713 kr. 46,24%, allt greitt af brúttólaunum + 15,5% og nær 7% sem launafólk greiðir í tryggingagjöld en fyrirtækin standa skil á samkvæmt samningum þar um, stutt með lagasetningu.

Grái herinn 1

Síðan er það hópur fólks sem greiðir aðeins 20% í fjármagnstekjuskatt af nettólaunum sínum í heildarskatta rétt eins og lögaðilar.

Þá er ótalið hvað fólk í mismunandi atvinnu- og starfsgreinum þarf að skila mismunandi hlutfalli af virði vinnu og framleiðslu sinnar í virðisaukaskatt. Þetta er einnig mjög alvarleg mismunun.

Þessi mismunun heldur síðan áfram þegar fólk er komið á eftirlaun. Í mörgum tilfellum er lífeyrisréttur launafólks að litlu gerður hjá fólki sem hefur greitt í lífeyrissjóð 1. janúar 1970 og margir miklu lengur. 

Er þá eftirlaunaréttur fólks skorinn niður hjá þessu fólki. En þeir sem hafa komið sér hjá því að greiða í þessa sjóði og jafnvel starfað svart eru verðlaunaðir.

Þetta er utan við stærsta galla lífeyrissjóðakerfisins sem sést greinilega ef um gift fólk eða sambýlisfólk er að ræða.

Þar sem annar makinn starfar iðulega á heimili þessa fólks til að annast um uppeldi barna þeirra hjóna. Laun beggja auðvitað sameiginleg heimilislaun. Auk þess sem láglaunamaður heldur áfram að vera láglaunamaður á eftirlaunum.

Nú loksins kemur fram eðlileg athugasemd ASÍ um hvernig einhleypu eftirlaunafólki og hjónfólki er alvarlega mismunað.

Einnig er það hrópandi að samtök eldri borgara eða ,,grái herinn" sagði ekki eitt einasta andmælaorð.

 


mbl.is Segja mismunað eftir hjúskaparstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband