Það ríkir launa- og skattamisrétti á Íslandi

Þessi mynd minnir mig á móðursystur mínar sem sendar voru suður til Reykjavíkur í Defensor að vaska fisk vart fermdar í fyrstu ferð.

Þær áttu heima á Hellsissandi þar sem var landlæg fátækt og komu frá mjög fátæku og barnmörgu heimili.

Móðir mín sem var miklu yngri var send suður 12 ára til að gerast vinnukona á heimili embættismanns í Reykjavík.

Um lífskjör kvenna á þessum tíma sem myndin er tekin má m.a.lesa um í ævisögu Jóhönnu Egilsdóttur. M.a. var tímakaup kvenna þá helmingi lægra en karla. Síðan má giska á hver laun unglings stelpnana voru.

  • Er svona ástand á Íslandi nú?
    *
  • Jú því miður, bæði öryrkjar búa við launalega kúgun komist þeir í einhverja vinnu og síðan erlent verkafólk.
  •  
Mynd frá Þorsteinn Bjarnason.

mbl.is Sólveig hjólar í ritstjóra Markaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri heillaráð

  • Það væri velviðeigandi í umhverfisvænu landi.

Að bannað væri að selja hvers kyns ropvatn og allar gerðir af safa nema í endurnýjanlegum

umbúðum með ríflegu skilagjaldi.

 

Jafnvel mætti gera slíkur kröfur um hvers konar matargums

sem yrði þá sett t.d. í gler eða samsvarandi.

 

Flöskur og krukkur væru þá þvegnar á milli og notaðar aftur og aftur.

Dýrara, já vissulega væri það dýrara og minnkar kanski neyslu á þessari óhollystu

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband