Líklega brot á EFTA-reglum að mismuna viðskiptavinum

  • Það er ljóst að samkvæmt regluverki EFTA er bannað að mismuna viðskiptavinum
    *
  • Sérstaklega á þetta við um opinber fyrirtæki sem rekstur farþegaferjunnar er svo sannarlega
    *.
  • Slíkar reglur ná yfir alla íslendinga og íbúa á Evróska efnahagsvæðinu. 

nýja ferjan

T.d. ef reynt verður að koma þessum hugmyndum um fargjöld til leiðar. Samkvæmt þessum hugmyndum kveður á um að að full­orðnir íbú­ar Vest­manna­eyja greiða 800 krón­ur fyr­ir ferðina en aðrir 1.600 krón­ur.

Fyr­ir börn 12-15 ára mun kosta 800 krón­ur en 400 krón­ur eigi barnið lög­heim­ili í Eyj­um. Sama á við um elli­líf­eyr­isþega. Þá verður frítt fyr­ir börn yngri en tólf ára.

Sama gild­ir um far­ar­tæki. Séu þau á veg­um íbúa í Vest­manna­eyj­um verður gjaldið helm­ingi lægra en í til­felli þeirra sem eiga lög­heim­ili ann­ars staðar. Þá var samþykkt að ferj­an muni sigla á 75 mín­útna fresti úr Land­eyja­höfn og Vest­manna­eyja­höfn.

  • Það er auðvitað ekkert athugavert við að selja afsláttarkort sem allir sem

    ferðast með ferjunni ætti kost á að kaupa og eru íbúar á

    Evrópska efnahagsvæðinu.
     

Síðan má minna á það, að það eru allir íslendingar sem standa straum af kostnaði vegna kaupa á þessu nýja skipi og af Landeyjahöfn.

Það eru eiginlega allar líkur á því, að Vestmanneyingar einir kaupi sér slík afsláttarkort eða þeir sem myndu nota skipið mikið og reglulega.

Allir landsmenn fagna því auðvitað að senn kemur að því að þessi nýja ferja kemst í gagnið og breyti samgöngum milli lands og eyja til hins betra


mbl.is Eyjamenn greiði helmingi minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband