Ísland á vegamótum

  • Í gær var haldinn frábær fundur á vegum VG félaganna á Reykjavíkursvæðinu þar sem tekið var samtal við þrjár nýkjörnar forystukonur í Verkalýðshreyfingunni
    *.
  • Drífa Snædal forseti ASÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður EFLINGAR.Mjög góður fundur og þéttsetinn salur.

Þessar konur fóru yfir viðfangsefni sinna samtaka í kjaramálum sem verða í brennidepli á næstu mánuðum. Það kom í ljós að þessi samtök leggja megináherslu á lífskjarajöfnuð í íslensku samfélagi.
Jesú
Ekki bara í launa umslagið heldur og ekki síst þegar kemur að skattamálum ásamt eðlilegri samfélagsþjónustu og í húsnæðismálum.

Það er ljóst að íslenskt samfélag stendur á vegamótum mikilla breytinga, sú svæsna frjálshyggja sem hefur ríkt á Íslandi á fjórða áratug hefur gengið sér algjörlega til húðar á þessum tíma hafa lífskjör láglaunafólk versnað mjög á meðan yfirstéttin hefur blásið út á kostnað almennings og erfða auðæva þjóðarinnar.

Taka verður upp önnur lífskjaraviðmið og jafna verður stöðu stéttana í landinu. Ég tek eftir því að í athugasemdum hér við þessa frétt er reynt að dylgja um að einhverjir tali eins og fyrir tveim öldum. Ekki bar á því á þessum fundi.

Marteinn Lúter

Þótt þessar konur hafi minnst á jafnréttiskröfur, má alveg rifja upp a.m.k. þrír stórir og áhrifamiklir aðilar í sögunni hafa gert það áður.

Er allir töluðu inn í sitt samfélag og ríkjandi aðstæður á þeirra tíma. 

Sá elsti þessara fæddist fyrir rúmlega 2000 árum sá í miðið fyrir 500 árum og sá yngsti fyrir 200 árum. Síðan hafa menn reynt að afbaka margt af því sem þessir menn sögðu og túlka sér í hag.

  • Fyrst má nefna iðn-neman sem sagði að stórbóndinn ætti að búa við sömu kjör og verkamenn hans úti á örkinni
    *
  • Byltingamaðurinn Marteinn Lúter sem barðist með bændum fyrir réttlátum kjörum bænda gegn ofurríki kaupmanna
    *
  • Síðan Kalli gamli sem sagði að verkamenn ættu að hafa þau laun fyrir vinnu sína að dygðu fyrir eðlilegum þörfum hans og fjölskyldu.

Karl Max

Allt er þetta klassisk jafnréttismál er hafa haft gildi á öllum tímum. Allir þessir aðilar hafa lagt sitt fram í réttlætisbaráttuna. 

Flest af því stenst algjörlega tímans tönn, sumt er haft í hávegum og annað ekki eins og gengur. 

Annað er aðlagað að númtímanum 


mbl.is Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband