Salernisfólkið

  • Þetta er auðvitað hörmulegt ástand, að bjóða fólki upp á svona gistingu á Landspítalanum.

Þetta eru auðvitað afleiðingar áratuga vanrækslu þjóðarinnar við þessa stofnun sem Landspítalinn er.

landsspítalinn

Það eru áratugir síðan að íslenskir ráðherrar lofuðu þjóðinni bráðnauðsynlegri uppbyggingu á Landspítalanum.

Þá hefur uppbygging á hjúkrunarheimilum verið trössuð áratugum saman, þrátt fyrir greiðslur almennings í slíka uppbyggingu í áratugi.

Það var í tilefni þess, þegar þeir gáfu einkaaðilum Símann. Forsætisráðherra þessa tíma er nú starfandi ritstjóri.

Ekki er undarlegt þótt ég sé sérkennilegur enda fæddur inni á einu salerni gamla spítalans. Ég var var frumburður móður minnar og þetta var það sem kallað var sitjandi fæðing. Sem mér er sagt að sé mjög erfið fæðing og sársaukafull. Einkum áður fyrr. 


mbl.is Hvorki sú fyrsta né síðasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband