Taka verður upp félagslega húsnæðislánavexti

  • Það er fagnaðarefni að þessi átakshópur hafi verið stofnaður
    *
  • Það er mikilvægt að engir fulltrúar úr byggingariðnaðinum verði fulltrúar í þessum hópi.

Ég ætla að halda því til haga, að ekki dugir að fjölga íbúðum á markaði ef ekki verði leitað félagslegra lausna er varðar húsnæðisvexti fyrir láglaunafólk.

Þá er mikilvægt að hverfa af þeirri braut, að hneppa launafólk í ánauð hjá leigufélögum um aldur og ævi. Það að segja að slík leigufélög eigi að vera óhagnaðardrifin er það engin trygging inn í framtíðina um að leigukjör verði eðlileg fyrir láglaunafólk.

Það getur ekki verið óeðlileg krafa að vextir af húsnæðislánum láglaunafólks séu niðurgreidd. Annað eins fá hvers kyns fyrirtæki í allskyns styrki.

Auk þess sem það er líklega ódýrara að aðstoða láglaunafólk með niðurgreiðslum á húsnæðisvöxtum en að styrkja það í gegnum ýmiskonar styrkjakerfi sveitarfélaganna.

Þá þurfa slík húsnæðislán að geta verið til 50 ára. Breytir þá engu hvort um er að lán til að búa í leiguíbúð eða í eignaíbúð sem er hagkvæmast.

Það er ekki boðlegt að leigjendur greiði upp skuldir og viðhald á leiguíbúðum sínum á 25 árum en hafa ekkert eignast í eigninni þótt þeir hafi greitt hana að fullu.

RUV.IS
 
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót átakshóp í húsnæðismálum sem á að skila af sér tillögu að heildarlausn ekki síðar en 20. janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framboð á íbúðahúsnæði verði aðalverkefni hópsins en s...

mbl.is Átakshópur um aukið íbúðaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlend bókaframleiðslufyrirtæki fá íslenska ríkisstyrki?

  • Þetta ættu þeir stjórnmálamenn að átta sig á, sem ætla veita erlendum bókagerðar fyrirtækjum íslenska ríkisstyrki.

Það er 100% öruggt að þessir styrkir munu ekki lækka verð á bókum í íslenskum verslunum sem selja bækur.

Bækur eru eins og hver önnur vara á markaði og lýtur sömu lögmálum um verðlagningu.

En það er einnig ljóst að eitthvað verður að gera varðandi barnabækur. En einhver ríkisstuðningur vegna þeirra má ekki fara í gegnum forlögin eða verslanir.

RUV.IS
 
Nærri allar bækur sem koma út fyrir jólin eru prentaðar erlendis. Þetta hefur mikil áhrif, segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Nú eru síðustu forvöð fyrir bókaútgefendur til að prenta annað upplag fyrir jólin.

mbl.is Segir sökina vera bókaútgefenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband