Orð í tíma töluð

Mér finnst að ummæli Friðriku Benónýsdóttur séu orð í tíma töluð einkum þegar hún beinir orðum sínum að áberandi konum sem reyna að gera lítið úr öðrum konum sem skara fram úr.

Sérstaklega tiltekur hún nú Katrínu Jakopsdóttur en hefði getað nefnt til sögunnar Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum forsætisráðherra einnig.

Friðrikka Benónýsdóttir

En auðvitað taka karlar þátt í þessum leik einnig og margir þeirra telja sig hafa hag að slíku hátterni þegar konur eiga í hlut. Einskonar valdabarátta. Bæði í opinberri umræðu t.d. á Alþingi eins og Jóhanna mátti þola og á samfélagsmiðlum.

En ég tek eftir því að Katrín nýtur fullrar virðingar þeirra sem á Alþingi sitja.

Ég veit að Katrín lætur engan vaða yfir sig og hún þarf ekki að skipta skapi gagnvart öðrum svo aðrir virði hana sem hana þekkja og eru í samskiptum við hana.

Hún hleypur heldur ekki eftir ýmsum gífuryrðum daganna. Hún lætur það einnig vera að dæma aðra.

Mér finnst einnig vænt um það, að VG er fyrst og fremst jafnréttisflokkur á alla kanta. Bentir óhikað á ójafna stöðu kynjanna en dregur einnig fram þá staðreynd að ójöfnuður ríkir fyrst og fremst milli stétta. Ójöfnuður sem þarf að eyða.

Ég lít svo á, að brek Steinunnar Ólínar geti ekki gert lítið úr Katrínu og ef hún gerir lítið úr einhverjum gerir hún mjög lítið úr sjálfum sér.

Allt virðist þetta atferli hennar gert til að selja fjölmiðilinn sem hún reynir að gefa út. Þar virðist vera gert er út á óánægjuvaðalinn í hversdeginum sem grasserar í samfélaginu sem eru ætíð á móti öllum sem einhverja ábyrgð bera.

MANNLIF.IS
 
Kvennafrídagurinn 24. október síðastliðinn markaði fjörutíu og þriggja ára afmæli þess er 90 prósent íslenskra kvenna lögðu niður vinnu og fjölmenntu á Lækjartorg til að mótmæla kynbundnum launamun og öðru misrétti sem konur urðu fyrir í samfélaginu. Sýndu og sönnuðu ...

Bloggfærslur 4. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband