Breytingar á veggjöldum?

  • Nú eru í umræðunni stórar hugmyndir um að þeir sem nota vegakerfi landsins muni eiga að greiða veggjöld.

Til að fylgjast með nýtingu hvers og eins á vegakerfinu  eiga að vera teljarar um allar trissur er fylgjast með því hvað hver einn notar vegi og götur.

bílaumferð

Svona rétt eins og augu keisarans forðum daga eða trúarlögreglan í Ísrael á dögum iðnnemans.

Þá eins og síðar varð í fjölmörgum ríkjum veraldar um aldir, að trúarbrögð voru notuð til að kúga sauðsvartan almúgann.  Enn eru slík kúgunartæki í notkun en með nýrri tækni.

Það er auðvitað allt í lagi að skipta um fyrirkomulag ef það er sanngjarnara en það sem nú er í gangi. En þá verður að skipta algjörlega um kerfi, því við sem ökum um á okkar gamla súkkí sú-bíl erum þegar að greiða há veggjöld þegar við kaupum bensín á þann gamla.

Það er viðbúið að þetta sé nauðsynlegt vegna rafbílavæðingar og eigendur rafbíla greiða lítið sem ekkert í vegagerðarsjóði. 

Einnig væri þá réttlátt að veggjöld væru mishá eftir gerð bifreiða. Að greidd væru margfald hærri gjöld af akstri þungaflutningabíla en af smábílum. Sérstaklega í þjóðvega akstri og að ekki verði tekin upp einhver afsláttarkjör fyrir suma.

Þá hljóta veggjöldin um leið hverfa af t.d. bensín bílum en eigendur slíkra  bíla greiddu þess í stað kolefnisgjald.

Nokkur sem allir ættu þá að greiða án undan-tekningar, hvort sem um er að ræða bensín- og díselbílaeigendur lítilla og stórra, allar verksmiðjur, flugvélar í lofthelgi Íslands og öll skip í landhelgi landsins. M.ö.o. allir sem skila frá sér mengandi efnum út í andrúmsloftið eða í sjó eða í jarðveg.


mbl.is Mun efla ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband