Hvers vegna er hálaunafólk að fá orlofs- og desemberuppbætur?

  • Það er vonlaust að skilja það, að fólk í hærri launaflokkum hjá ríkinu eins og kjörnir fulltrúar ýmsir hálaunaðir embættismenn eru að njóta desember-uppbótar eða orlofsuppbótar

    * 
  • Á sínum tíma var samið um þetta fyrirbæri í kjarasamningum í tengslum við  upptöku á staðgreiðsluskatti

    *
  • Þessar uppbætur áttu að mæta sérstökum kostnaðar tímabilum hjá láglaunafólki, en með upptöku á staðgreiðslusköttum snarhækkuðu skattar hjá launafólki

    *
  • Skattprósentan hélst óbreytt  en var skatturinn staðgreiddur um leið og laun voru greidd út

    *
  • En áður var skatturinn greiddur ári síðar, þá var mikil verðbólga er lækkaði skattagreiðslurnar mjög verulega

    *
  • Það kæmi sér betur fyrir launafólk í lægri launaflokkum að persónuafsláttur væri hækkaður verulega og væri látinn fylgja lægsta raunverulega launflokki eftir 5 ára starf í starfsgrein

    * 
  • Slíkur persónuafsláttur á auðvitað að vera tekjutengdur

    *
  • Á almennum vinnumarkaði halda eingreiðslur sem þessar niðri launatöxtum og eru þær í sérstöku dálæti hjá atvinnurekendum

    *
  • Eðlilegt er auðvitað að fólk sem þiggur laun frá Tryggingastofnun njóti sömu eingreiðslna og launafólk á meðan slíkt er við lýði.  

mbl.is Ótrúlegur munur á desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband