Hvenær er maður læs og hvenær ekki? Hvernig getur einhver talist ólæs þegar hann getur lesið?

  • Ég birti þennan þátt hér því ég held að hann skipti miklu máli í umræðunni um getu nemenda í samræmdum prófum

Sæl verið þið ágæta grunnskólaáhugafólk, þegar maður hlustar á þetta samtal vakna margar spurningar er snerta óneitanlega frammistöðu grunnskólanemenda á samræmdum prófum eins og Písa.

Þ.e.a.s. að nemendur eru að taka próf í íslensku m.a. í lestri á íslenskum texta sem þau tala ekki almennt í samskiptum við aðra.

Á tungumáli sem er jafnvel sjaldnast töluð heima hjá mörgum nemendum. Þá koma koma fram fjölmörg önnur atriði sem eru örugglega áhrifavaldar á prófum.

Það virðist augljóst, að í gegnum árana rás hefur viðmiðið breyst um hvenær menn teljast læsir og hvenær ekki. Eða er það raunverulega svo? Getur verið að viðmiðin um þetta sé ansi misjöfn eftir þjóðum.

Einnig að hið talaða íslenska mál hafi breyst svo mjög að nemendur í skólum, lesi úr skólabókum gjörólíkt mál en það sem þeir nota í sínu daglega lífi.

Að öll próf skólanna fari fram á slíku máli sem er nemendum ekki eiginlegt að öllu leiti sem slíkt. Þar með talin samræmd próf eins og ,,Písa"

Getur þetta talist vera eðlilegt?

Samtal - Halla Kjartansdóttir
Á sínum tíma voru helstu rökin fyrir sjálfstæði Íslands sótt í sjálft tungumálið - íslenskuna. Hún væri móðurtungu Norðurlanda og hefði alið af sér bókmenntir sem væru einn af hornsteinum...

Á sínum tíma voru helstu rökin fyrir sjálfstæði Íslands sótt í sjálft tungumálið - íslenskuna. Hún væri móðurtungu Norðurlanda og hefði alið af sér bókmenntir sem væru einn af hornsteinum evrópskrar menningar. En hvernig horfir málið við nú einni…
RUV.IS
 

Bloggfærslur 12. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband