Jákvæð og afgerandi stefnubreyting hjá íslenskum stjórnvöldum

  • Íslensk stjórnvöld höfnuðu í dag umsókn flugfélagsins Atlanta um hergagnaflutninga til Sádi Arabíu. 


Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að sjá innslagið úr Kveik fyrr í dag en hún þekkti ekki til málsins áður.

Katrín JakopsdóttirVið erum búin að vera að fara yfir málið í stjórnkerfinu og það liggur fyrir að um þetta gildir ákveðið regluverk þ.e.a.s. það eru veittar undanþágur frá loftferðalögum fyrir hergagnaflutninga á borð við þessa.

Þar gilda annars vegar þær lagalegu skuldbindingar sem við erum bundin af og hins vegar pólitísk sjónarmið þar sem skiptir auðvitað máli hver er endastöð vopnanna.

Þannig að það liggur fyrir að þetta flugfélag, sem um ræðir, það hefur núna sótt um nýja undanþágu. Utanríkisráðuneytið hefur í dag veitt neikvæða umsögn um þá undanþágu í ljósi þessarar stöðu“, segir Katrín. 

Katrín er varfarin í umræðunni um þessi mál en í viðtali við hana í kvöld ræddi hún um þörfina á því að breyta reglugerðum svo framkvæmd stjórnvalda endurspegli anda samþykkta Sameinuðu þjóðanna.

Þetta er pólitísk stefnubreyting.


mbl.is Telur íslensk stjórnvöld hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband