Eiga Íslendingar sér óvini meðal annarra þjóðríkja?

  • Margt er skrýtið í kýrhausnum

Fyrir nokkrum dögum verða rússnesk feðgin fyrir eiturefnaárás í Bretlandi. Kallinn var fyrrum njósnari fyrir Breta í Rússlandi um árabil og fékk dóm þar í landi væntanlega fyrir landráð en var leystur úr haldi.

Bretar hafa ákveðið að Rússar hafi sýnt þessum feðginum tilræðið án þess þó að nokkrar haldbærar sönnur á það væru fyrir hendi. En Bretland er herveldi sem hefur stráfellt fólk eftir hentileikum víða um heiminn og vita væntanlega allt um svona illvirki.

Rússar eru heldur engir englar frekar en önnur herveldi svo þeir eru til alls trúandi. En það hefur hentað Breskum stjórnvöldum að kenna Rússum um ódæðið og vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa stóraukist.

Af þessu tilefni var rætt við hinn íslenska utanríkisráðherra sem greinlega var á bandi Breta eins og margir fleiri stjórnmálamenn sem vantar vinsældir.

Þegar spurt var um viðbrögð ráðherrans vegna þessa máls, sagði hann málið vera til skoðunar á Íslandi, en við munum auðvitað fylgja vina þjóðum okkar sagði ráðherrann.

Þýðir þetta svar Guðlaugs Þórs, að við íslendingar eigum okkur einhverja óvinaþjóð? Þarna skortir mig greinilega greind. Því eina herveldið sem hefur ráðist á Ísland með hertól að vopni er einmitt Bretland. Það er líka eina ríkið sem hefur sett hryðjuverkalög á íslendinga .

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Rússar framleiddu eitrið Novichok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband