Það er sama hvaðan gott innlegg kemur í borgarmála umræðuna

  • „Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur
  • Fyrir okkur Reykvíkinga vegur salan á Bæjarútgerðinni þar þyngst. Sú sala markaði upphaf nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar almannaeigna í Reykjavík,“ 

segir Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður í Ísal og frambjóðandi sósíalista í Reykjavík.

Sala Kristjáns Loftssonar og félaga á hlut sínum í HB-Granda um daginn fékk Reinhold til að kanna málið.

Reynold

Fjölskyldur Kristjáns og viðskiptafélaga seldu sinn hlut á 21,7 milljarð króna til Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Hlut sinn í HBGranda eignuðust Kristján og félagar 1988 þegar þeir keyptu ásamt Sjóvá 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda.

„Davíð Oddsson borgarstjóri seldi þessu fólki hlut borgarbúa í Granda á 500 milljónir króna árið 1988,“ segir Reinhold. „Á núvirði eru þetta um 2.070 milljónir króna. Og hlutirnir sem voru seldir um daginn eru aðeins partur af því sem Davíð seldi árið 1988.

Ætli Kristján og félagar hafi ekki greitt um 1.400 milljónir króna á núvirði fyrir það sem þeir voru að selja fyrir 21.700 milljónir króna. Þeir högnuðust því um meira en 20 milljarða króna í gegnum klíkuskap.

Það er kallað klíkuræði, óligarkismi, þar sem einka-vinir valdhafa hagnast af að sölsa undir sig almanna-eigur. Þetta er ástandið í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu, en þetta ástand hefur varað í marga áratugi á Íslandi.“

Reinhold segir að dæmið sé líklega enn verra. Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri og bjargaði Ísbirninum frá gjaldþroti 1985, með því að sameina það fyrirtæki inn í Bæjarútgerð Reykjavíkur, yfirtók borgarsjóður miklar skuldir af fyrirtækinu, hátt í 1,5 milljarð króna á núvirði.

„Það mætti því halda því fram að Davíð borgarstjóri hafi selt hlut borgarbúa á nánast ekki neitt,“ segir Reinhold. „Sama hlut og var seldur um daginn á 21,7 milljarð króna.

Það mætti gera eitthvað fyrir þá upphæð. Eitthvað gáfulegra en að gefa Kristjáni Loftssyni og félögum. Ég efast um að borgarbúar myndi kjósa þá niðurstöðu í dag.“ Hann bendir á að nota mætti 20 milljarða sem 20% stofnframlag til byggingar fjögur til fimm þúsund íbúða.

Reinhold leggur til að þessi saga verði rannsökuð.

„Þótt við getum ekki endurheimt þessar eignir, né náð hagnaðinum af þeim sem sölsuðu þær undir sig, þá er alla vega betra að þekkja söguna. Hvernig eignir almennings voru færðar til örfárra á nýfrjálshyggjuárunum,“ segir Reinhold.

Bæjarútgerð Reykjavíkur var stofnuð eftir stríð til að tryggja sjómönnum og verkafólki í Reykjavík vinnu. Hún var rekin með sóma fram undir lok áttunda áratuginn, þegar hún lenti í vanda eins og flest útgerðar-fyrirtæki landsins.

Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar dróst afli saman og offjárfesting sligaði útgerðina. Kvótakerfið var einmitt sett á til að draga úr fjárfestingum og minnka kostnað við veiðarnar.

En áður en hagkvæmni kvótakerfisins náði að bæta rekstur bæjarútgerðanna voru þær seldar, ekki bara í Reykjavík heldur líka í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar.

Það voru því einkaaðilar, í flestum tilfellum innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, sem tóku inn hagnaðinn af kvótakerfinu. Almenningur, eigendur bæjarútgerðanna, fékk ekkert.

„Þetta var ekkert síður blóðug einkavæðing en einkavæðing bankanna á sínum tíma,“ segir Reinhold. „Það voru bæjarútgerðir og útgerðir samvinnu-hreyfingarinnar sem komu fótunum undir Íslendinga eftir stríð.

Þær voru stofnaðar til að tryggja fólki atvinnu. Í dag eru þessar almannaeigur og fyrrum félagslegar eignir komnar í hendur örfárra fjölskyldna sem veigra sér ekki við að loka fiskvinnslustöðvum og segja upp tugum og hundruðum starfsmanna ef þær halda að þær geti grætt á því. Einkavæðingin snýst því ekki aðeins um krónur og aura heldur líka um að fólk geti búið við öryggi og trausta afkomu.“


Þegi þú Vilhjálmur

  • Var einu sinni sagt við þennan mann og það ekki af ástæðulausu.

Sumir hafa sómatilfinningu en aðrir ekki, þetta er það sem fólk verður að sætta sig við búandi í samfélagi. Að fólk er allskonar.

Það breytir engu þótt þessi stjórnarmaður reyni sem mest hann getur að klóra í bakkann. Siðleysið hefur þegar birst þjóðinni, er stjórnin lækkaði laun þeirra sem bjuggu við lægstu launin í Hörpu og vann sín störf á yfirvinnutíma.

Vilhjálmur Egilsson

Það má vel vera að launakostnaður hafi verið of mikill miðað við einhverjar gefnar forsendur.

Vandaðir stjórnendur hefðu auðvitað gengið á undan með góðu fordæmi og byrjað á því að lækka sín laun og síðan boðið upp á almenna og jafna hlutfalls lækkun launa yfir línuna. Eftir rækilega kynningu á ástæðunni.

Stjórnarmenn eru engir láglaunamenn miðað við almenn laun og eru iðulegast í öðrum digrum störfum meðfram.

Vert er einnig að minna á þá staðreynd að það eru þessir stjórnarmenn sem bera ábyrgðina á rekstri Hörpu. Ef illa gengur eiga laun þeirra að skerðast. 


Hvað sem má segja um orð Vilhjálms um að laun þjónustufulltrúa hafi verið mjög rífleg miðað við einhverja launataxta eru það bara hans orð.

En þetta er fólkið sem skapar ásýnt þessa staðar og störf þess skipta geysi miklu máli fyrir orðstír staðarins.

Því geta einhverjir launataxtar VR tæplega verið réttur mælikvarði á, hver eðlileg laun þessa fólks ættu að vera.

Það er morgunljóst, að stjórn Hörpunnar hefur orðið sér til skammar og gert alvarlega í brók með framkomu sinni. Það er ekki sérkennilegt að þeir vilji að fólk gleymi sem fyrst skammarstrikum þeirra. 

Eða eru þetta viðhorf þessa stjórnarmanns fyrrum framkvæmdastjóra samtaka atvinnurekenda á Íslandi sem koma þarna fram, um að laun þeirra sem starfa hjá opinberum aðilum eigi að vera á mjög lágum launum. Jafnvel lægri en laun annarra.


mbl.is Hugsi yfir viðbrögðum formanns VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband