Fjármálaráðherra í póker

  • Þetta er auðvitað mikilvæg viðleitni hjá forsætisráðherra.

En spurningin er brennandi um, hvenær allir þessir hagsmuna aðilar fara að ræða um kjarna málsins.

Hvenær þeir hætta að sýna fallegu gljáfægðu sverðin sín.

1. maí-2018

Ekki hefði ég viljað sitja undir þessum merkingarlausu sveiflum.

Það er ljóst, að á fundunum hefur til þessa farið fram hörð keppni milli hagfræðinga hagsmuna aðila um hver væru með flottustu Power Point glærurnar. Glærur sem þeir hafa sýnt hvor öðrum um áraraðir með smá tilfærslum milli ára.

Mér var sérstaklega starsýnt á hugmyndir um sérstakar reiknivélar fyrir: Tekjuskatt --Barnabætur --Vaxtabætur --Eignaskatt --Fasteignagjöld og Húsnæðisbætur (húsaleigubætur)

En engar hugmyndir um sérstaka reiknivél til að reikna út sérstaklega kaupmátt launa láglaunafólks og lífskjör þeirra sérstaklega með nýrri nálgun sem nauðsynlegt er að ná samningum um.

Efling 1. maí 2018

Það er kjarni málsins í dag og á það benti ég í morgun og spurði um plan VG í málinu. Pókerspil fjármálaráðherrans duga ekki í heiðarlegri umræðu um grundvallarmál. Þar skora auðvitað húsnæðiskjörin býsna hátt. Sem er þó mikilvægt að gert verði ef draga á úr stéttaskiptingu í landinu.

Ég veit auðvitað vel af því að þessi umræða er hreint eitur í huga hagfræðinga og fjármála aflanna í landinu, en er ofarlega í huga vinstri manna. En einnig í huga foringja tveggja stærstu verkalýðsfélaganna í landinu og reyndar miklu fleiri.

framleiðni

Þá fannst mér brandari samtaka atvinnurekenda um framleiðni vinnu launafólks aumkunnarverður. Glæran var á10 síðu glærusafnsins sem atvinnurekendur sýndu á 6. fundi var einstaklega skemmtileg.

Síðan er heitir: „Launakostnaður á framleidda einingu síðastliðin tvö ár“ Þar er gefið í skyn eins og löngum áður hjá samtökum atvinnurekenda að umsamdir launataxtar sé einhver stór breyta er varðar framleiðni.

Þetta er auðvitað alrangt því framleiðni vinnunnar ræðst alfarið af stjórnun framleiðslunnar og hvað er framleitt hverju sinni. Spurningin er jafnan um hvort framleiðslan skili góðum verðum. Síðan er umræðunni um framleiðni fjármagnsins algjörlega sleppt í jöfnunni.

Myndin sýnir augljóslega að launataxtar segja mjög lítið til um framleiðni, því framleiðnin er mest þar sem launin eru hæst. Til að gera umbætur verða atvinnurekendur að horfa í spegil að skoða hvað þeir sjálfir þurfa að gera betur. Sökin liggur algjörlega hjá þeim í þessu máli.

 

Nóg að sinni.


Bloggfærslur 25. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband