Stór fyrirtæki eru svifasein og skila ekki meiri arði

  • Hverju hafa sameining sláturhúsa fyrir áratugum skilað til sauðfjárbænda í bættum kjörum?
    *
  • Mér skilst einmitt af allri umræðu um að kjör sauðfjárbænda hafi aldrei verið lakari hin síðari ár.

hrútur

Ef það er rétt, er ljóst að þessar sameiningar voru mistök og hafi nákvæmlega engu skilað til bænda.

Ekki hefur neinn arður af þessari aðgerð skilað sér til almennings.

Í þessari frétt fullyrða tveir gildir bændur að með fyrirhugaðri sameiningu Kjarnafæðis og Norðlenska myndi það hækka afurðaverð til bænda.

Þessir ágætu menn hafa nákvæmlega ekkert fyrir sér í því. Þetta er bara einhver óskhyggja eða ágiskun. Þetta er a.m.k. 60 ára framleiðsluhugmyndir sem eru fyrir löngu úreltar og skila engu til bænda.

Þeir fullyrða að bændur geri sér grein fyrir vanda sláturhús-anna og afurðarstöðvanna. Því séu viðbrögð bænda nú frekar lítil nú.

En það er ekki þar með sagt að bændur séu endilega sáttir við sína stöðu eða haldi að þessi fyrirtæki séu ákaflega vel rekin.

Ég held einmitt að það kraumi undir mikil óánægja með eigin stöðu og að þeir séu í raun í fjötrum fyrirtækjanna sem þeir þurfa að rífa sig frá.

  • Það þarf miklu meiri fjölbreytni í landbúnaðinn og bændur sjálfir heima í héraði eru einir færir um að skapa það sem þarf í þeim efnum og getur skilað þeim auknum tekjum
    *
  • Markaður á Íslandi fyrir landbúnaðarvörur er nú í sögulegu hámarki. Því ættu kjötframleiðendur að blómstra um þessar mundir.
RUV.IS
 
Eitt af helstu markmiðum með fyrirhugaðri sameiningu Kjarnafæðis og Norðlenska er að hækka afurðaverð til bænda, segir stjórnarformaður Norðlenska. Sauðfjárbóndi í Grýtubakkahreppi segir þetta nauðsynlegt skref til hagræðingar, fækka þurfi höndum sem vinna í greininni. Han...

Bloggfærslur 30. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband