Ný skref til framtíðar.

Nú 10. september, eru ekki bara tímamót í íslenskum stjórnmálum heldur einnig ákveðin tímamót í eilífri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar til að geta staðið á eigin fótum.

• Nú eru fyrstu skrefin stígin í síðari orkuskiptum þjóðarinnar með nýrri stefnumótun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum.

• Nú hefst rafbílaöldin af fullri alvöru og rafvæðing skipa í höfnum landsins. En auðvitað hafa farið fram miklar málamiðlanir þegar þessi stefna er mótuð, en hún boðar samt nýja tíma og bjartari framtíð.

• Hún boðar einnig nýja trú á öðruvísi framþróun þjóðarinnar byggða á nýjum stoðum en þeim sem til þessa hafa verið grundvöllur að sjálfstæði Íslands og í efnahagslífi þjóðarinnar.

• Fyrra skrefið var þegar hitaveitan í Reykjavík hóf starfsemi og raforkuframleiðsla hófst á síðustu öld. Sennilega eiga þau eftir að vera miklu fleiri í framtíðinni og margar nýjar lausnir líta dagsins ljós.

Orkustofnun notar einnig þennan dag til að draga línu í sandinn og segir í raun hingað og ekki lengra í raforkusóun íslendinga. Í áratugi hefur verið farið ógætilega í þeim efnum, virkjað hefur verið ótæpilega af fyrirhyggjuleysi fyrir hagsmuni erlendra stórfyrirtækja.

• Í skýrslu Orkustofnunar sem birtist í dag segir m.a. um virkjanaþörf Íslendinga 2050:

• „Orkustofnun telur þörf á að virkja sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum á næstu þremur áratugum þó að engin ný stóriðja komi til. Orkuskipti í samgöngum og aukin rafnotkun auka eftirspurnina“.

• Sem betur fer lifi ég ekki þessa tíma því þessar virkjunarþarfir munu verða mikil inngrip inn í íslenska náttúru til viðbótar því sem þegar hefur verið gert í þágu erlendra aðila. En þessu fylgja líka ljósir punktar, s.s. ný viðspyrna.

• Tæplega verða byggð fleiri stóriðjufyrirtæki í landinu í eigu útlendinga þar sem ódýr orka verður aðdráttaraflið. Vegna orkuskorts.

• Tæplega verður flutt út rafmagn til annarra landa. Vegna orkuskorts.

• Nú getur Landsvirkjun með þjóðina að bakhjarli gert miklu harðari atlögur að stóriðjufyrirtækjunum um stórhækkað orkuverð og greiðslur á eðlilegum sköttum til þjóðarinnar.

• Þjóðin þarf að nota alla nýja orku og þá sem til fellur sjálf um ókomin ár.

• Einnig þarf að breyta lögum um markmið Landsvirkjunar.

RUV.IS
 
Virkja þarf sem nemur þremur blönduvirkjunum á næstu þremur áratugum, að mati Orkustofnunar, til að anna eftirspurn eftir raforku.

mbl.is Umbylting samgöngukerfisins nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband