Munu myndast nýir meirihlutar á Alþingi?

  • Nú er uppi merkileg staða í stjórnmálunum, gerð er atlaga að stefnu og veru VG í ríkisstjórn
    *
  • Það eru hægrimenn í þrem flokkum er hafa sig mest í frammi gegn Heilbrigðisráðherra
    *
  • Enda er hér angi af þeirri elítu sem hafa haft völdin í landinu frá upphafi lýðveldisins.  

Fyrst er til að telja fúlustu hægri maurana í Sjálfstæðisflokknum sem voru í andstöðu við þátttöku flokksins í ríkisstjórn með VG.

Svandís Svavarsdóttir

Menn sem voru settir út á jaðarinn í flokknum. Þeir hafa nú kosið að ráðast á heilbrigðisráðherra er hefur ráðist í það verk að yfirfara og móta heilstæða stefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar með hagsmuni almennings í fyrirrúmi.

Sérfræðilæknar sem hafa árum saman fleytt rjómann af fjármunum þeim sem hafa átt að fara til heilbrigðismála. Þeir hafa komið hlutunum þannig fyrir að þeir hafa í raun blóðmjólkað ríkissjóð eftir hentileikum.

Frjálshyggjan hefur staðið með þeim og skipulagsleysi málaflokksins hefur hentað þeim ákaflega vel á liðnum árum. Á sama tíma hefur hið opinbera fyrirkomulag verið svelt.

Ekki er ólíklegt að Samfylking og Píratar standi með Svandísi í málinu gegn klofnum Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins og bjargi ríkisstjórninni frá falli.

sigmundur davíð 1

Þá mun Miðflokkurinn endurflytja frumvarp um að Alþingi harmi það að Geir Haarde hafi verið leiddur fyrir Landsdóm og dæmdur fyrir landráð. Fyrsti flutningsmaður er hinn vammlausi Sigmundur Davíð.  

Þetta er fyrst fremst tilraun til að fella ríkisstjórnina. Allir vita að sekt þessa fyrrum ráðherra verður aldrei skoluð af honum.

Dómnum er ekki hægt að áfrýja og Evrópudómstóllinn er sammála Landsdómi. Dómarnir hafa fyrir löngu komið þessu máli út úr öllum flokkspólitískum farvegum.

Ekki má gleyma því að það var rannsóknarnefnd Alþingis sem hafði frumkvæði að því að ráðherrar yrðu dregnir fyrir Landsdóm. Alþingi hafði enga stöðu til að koma í veg fyrir málin færu þá leið.

Sagt er að stór hópur þingmanna í Sjálfstæðisflokki verði með-flutningsmenn Sigmundar Davíðs og aðilar úr Flokki fólksins. 

M.ö.o.  þetta er af sýnishorn siðleysi og siðgæði þessa fólks er telja greinilega að fólk eigi ekki að standa jafnt fyrir lögum landsins.

Það má segja það sama um þetta mál, að líklegt er að enn muni Samfylking og Píratar verja líf ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Spjótum beint að Svandísi og Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband