Er þessi atvinnugrein algjörlega úti á túni?

  • Í gögnum ríkisstjórnar og bændasamtakanna eru fjórar röksemdir sem eiga að réttlæta umfangs mikinn stuðning við landbúnað í formi innflutningshafta og niðurgreiðslna. 

Þær eru: 
1. verðvernd fyrir neytendur, Þetta stenst reyndar enga skoðun því ef reynt væri að selja þessar vörur á verðum sem framleiðendur þurfa myndu þær ekki seljast. Það er ástæðan fyrir niðurgreiðslunum. Það er verið að gera íslenskar landbúnaðarvörur seljanlegar.

hrútur

2. að spara gjaldeyri, það er mjög vafasamt að þessi staðhæfing standist, enda ekki tilgangurinn. Ef það væri staðreyndin kæmu fjölmargar aðrar atvinngreinar til greina.

3. að halda landi í byggð og vinna gegn fækkun bænda. Hið rétta er, að hér verið að halda uppi bændum og fyrirtækjum þeirra. Öllum virðist sama um fólkið sem er launafólk í dreifðustu byggðum landsins.

4. fæðuöryggi þjóðarinnar. Því miður getur landbúnaðurinn ekki staðið undir því markmiði að tryggja fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Það er langur vegur í frá.

Kanski hefur miðstýring bændasamtakanna eyðilagt þessa grein. Hún er skuldsett langt upp fyrir alla möguleika greinarinnar til að standa undir slíkum ofurskuldum.

  • Ef bændastéttin ætlar sér að misnota endalaust velvilja launafólks í þéttbýlinu endar það bara á einn veg. Velviljinn hverfur og er reyndar farið að bera alvarlega á því.
  • Hvenær á að taka á vanda landsbyggðarinnar með heilstæðum hætti svo allir íbúar í dreifðustu byggðunum njóti þess?

    Ekki bara þeir sem stunda atvinnurekstur í einhverri mynd og greiða nú þegar sáralitla skatta.



 


mbl.is Verðhrunið ægilegt áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband