26.8.2017 | 22:04
Þingflokksformaður Pírata var skírmæltur í morgun
- Hann skóf ekki utan af því hann Einar Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata, í ræðu sem hann hélt á aðalfundi Pírata sem var settur í morgun.
Hann sagði m.a.: Það var alveg ljóst að ekki kæmi til greina af okkar hálfu að taka þátt í samstarfi með hinum gjörspilltu stjórnmálaflokkum, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, enda höfðum við gefið það út fyrir kosningar,
Það er langt síðan að ég hef heyrt alþingismann lýsa hægri flokkunum með jafn skýrum hætti. En merklegt finnst mér að hann hafi ekki minnst einu orði á útibú Sjálfstæðisflokksins, hægri flokksins ,,Viðreisn" sem varla getur talist vera sérstakur siðbótarflokkur.
Einar Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata, fór yfir þingveturinn í ræðu sem hann hélt á aðalfundi Pírata sem var settur í morgun. Fundinum var frestað síðdegis en hann heldur áfram í fyrramálið í Valsheimilinu við Hliðarenda.
MBL.IS
Nýtt framkvæmdaráð Pírata kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist afmörkunin í tilvitnunni vísa til þeirra tveggja flokka sem voru ekki meðal þeirra sem reyndu að mynda stjórn með Pírötum, eða Píratar með þeim.
Hann er augljóslega ekki að taka þá tvo flokka sem þá einu sem séu spilltir heldur að útskýra hvers var ekki talið koma til greina að mynda stjórn með þeim.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2017 kl. 23:15
Það er rétt hjá Guðmundur, en þetta orðbragð þingmannsins vakti athygli mína því almennt gæta alþingismenn orða sinna. Allt þroskað fólk ætti að vita að hægt er að koma meiningu sinni til skila án skítkasts með þessum hætti. Jafnvel þótt hann sé þessarar skoðunar eins og margir aðrir.
Það vekur einnig verulega athygli hversu fáir sækja þennan fund almennt. Þarna sjást heldur ekki fyrrum leiðtogar í þessum hópi. Mjög sérkennilegt. Satt að segja hélt ég að þetta væri almennur aðalfundur Pírata.
Helsti stofnandi og frumkvöðull Pírata Birgitta Jónsdóttir er ekki sjánleg á myndum
Kristbjörn Árnason, 27.8.2017 kl. 13:02
Þeir sem taka þátt í fundinum úr fjarlægð með hjálp rafrænnar tækni sjást auðvitað ekki á myndum úr fundarsalnum eins og gefur að skilja. Án þess að ég hafi neinar tölur um það gæti ég fastlega trúað því að mun fleiri taki þátt með rafrænum hætti en mættir eru á fundarstað. Athugaðu líka að þetta er bara aðalfundur félagsins í formlegum skilningi, rétt eins og halda þarf aðalfund í húsfélagi. Á aðalfundi Pírata er fyrst og fremst verið að kjósa um framkvæmdaráð og reglur félagsins, en ekki um pólitíska forystu eða stefnumál. Svo dæmi sé tekið held ég að engir af starfandi þingmönnum flokksins séu í framboði til neinna þeirra embætta sem kosið er í á þessum aðalfundi, enda er hlutverk þeirra allt annars eðlis. Form og efni fundarins er að þessu leyti frábrugðið því sem þekkist frá svokölluðum landsfundum annarra stjórnmálaflokka og því kemur ekkert á óvart þó það kunni að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2017 kl. 13:41
Pólitískir leiðtogar reyna gjarnan að vera til staðar, jafnvel þótt um aðalfund sé að ræða hjá stjórnmálaflokki er hann og verður alltaf pólitískur. Þetta er í raun landsfundur Pírata og þegar kosin er forysta fer fram pólitíkst mat eða kosning um stefnur eða áherslur um leið.
En þetta með fjarskiptin kanna að vera rétt, en maður veltir því auðvitað fyrir sér hvort myndast þessi stemming eins og gerist hjá venjulegum stjórnmála öflum. Þarna voru fyrrverandi og núverandi þingmenn á staðnum.
Guðmundur, kanski er ég bara orðinn gamall og gamaldags.
Kristbjörn Árnason, 27.8.2017 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.