Það verður að gera úttekt á stjórnsýslu OR í byggingarmálum frá upphafi.

  • Slíka úttekt verður borgarstjórn að láta gera í samstarfi með öðrum meðeigindum. Ekki dugir að stjórn OR geri slíka úttekt ein og sér. 

  • En þetta hús var byggt undir forystu Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa Framsóknaflokksins.

  • Þá væri spurt hvort einhver lausatök hafi verið á þessari framkvæmd allri í óþökk annarra borgarfulltrúa.

Alfreð og OR

 

Það er ljóst að ef lýsingar aðila á göllum nýju byggingu Orkuveitunnar eru réttar eins og fram kemur í eftirfarandi lýsingu:

„Niðurstaða úttektar verkfræðistofunnar „Eflu“ á skemmdunum var að margskonar ágallar hefðu verið á uppsetningu útveggjarins; pressulistar óþéttir, skrúfur of langar, plötur fyrir innan klæðningu ýmist ekki nægjanlega þykkar, langar eða breiðar, samskeyti platnanna óþétt, lekar í kverkum, gleri og með opnanlegum fögum, og þá hafi frágangur dúks verið ófullnægjandi þannig að vatn komst auðveldlega á bak við hann“.

Þá er nánast ljóst að eitthvað hefur verið að, alveg frá upphafi. Ekki dugir að rannsaka bara það tímabilið frá 2009 eins og fulltrúi Framsóknarflokksins vill.

Í upphafi byggingar eru auðvitað gerðir samningar og verktakar taka að sér verkefni og undir gangast ákveðna skilmála um hvernig skuli framkvæma verkið.

Voru þeir eðlilegir og eftirfylgnin eðlileg?


mbl.is Útiloka ekki bótakröfu á eigin ráðgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Efnislegar eignir REI um 54 milljarðar
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is


VERÐMÆTI hins nýsameinaða félags Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy er metið á um 65 milljarða króna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum á undanförnum dögum hafa þó einhverjir dregið það mat í efa og segja félagið í raun mun verðminna.

Að sögn þeirra Guðmundar Þóroddssonar og Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra REI, er verðmæti þeirra efnislegu eigna sem inn í hið sameinaða félag runnu um 54 milljarðar króna, samkvæmt endurskoðunarskýrslum og árshlutareikningum. Undir þann flokk falla þau fyrirtæki sem talin voru upp í Morgunblaðinu í fyrradag (sjá kort).

Eins og fram kom þá eru Jarðboranir að fullu í eigu Reykjavík Energy Invest eftir samrunann en þegar Geysir Green Energy keypti það félag, ásamt 16% hlut í Enex, af Atorku í sumar var heildarandvirði viðskiptanna 17,7 milljarðar króna. Þar af mun hluturinn í Enex hafa kostað einhver hundruð milljóna. Víkjum nú að hinni stóreigninni sem lögð var inn í REI, þ.e. 48% hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Í sumar var heildarverðmæti þess félags metið á um 49 milljarða króna, miðað við gengið í kaupum Geysis Green á hlut ríkisins. REI á nú um 48% hlut í HS, og miðað við 49 milljarða heildarverðmæti er 48% hlutur 23,5 milljarða virði. Þar af lagði Orkuveitan til hlut að andvirði 8,7 milljarða og GGE það sem eftir stendur, þ.e. um 14,8 milljarða hlut.

Þegar saman er lagt verðmæti hlutarins í HS og Jarðborana fást ríflega 40 milljarðar króna. Til viðbótar því mun Orkuveitan hafa lagt inn 4,6 milljarða króna í reiðufé inn í félagið og hlut sinn í Enex og Enex Kína sem samanlagt var metinn á um 600 milljónir. Við efnislegar eignir sem lagðar voru inn í hið sameiginlega félag bætast síðan hlutir Geysir Green í Enex og Enex Kína, hlutur félagsins í Exorku International og Western GeoPower í Kanada auk 0,8% hlutar í PNOC-EDC á Filippseyjum sem er metinn á um milljarð. Erfitt er að meta nákvæmlega verðmæti eigna sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkað og ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um verðmæti þeirra. Miðað við þær upphæðir sem þegar hafa verið taldar upp, samanlagt um 46 milljarða króna er þó kannski ekki fjarri lagi að efnisleg verðmæti séu um 54 milljarðar króna.

Þá eru eftir um 11 milljarðar króna sem samanstanda af rannsóknarleyfum, verkefnum sem þegar eru komin í gang, viðskiptavild o.fl. Frá Orkuveitunni komu inn í nýja félagið óefnislegar eignir af því tagi að verðmæti 10 milljarðar króna. 

Erfitt er að meta slíkar eignir til verðs og því eðlilegt að deildar meiningar séu um verðmæti þeirra en þegar allt kemur til alls byggist verðmæti einhvers á því hversu mikið aðilar á markaði eru tilbúnir að greiða fyrir það. 

Að sögn Ásgeirs Margeirssonar endurspegla þeir 65 milljarðar sem nefndir hafa verið þá upphæð sem stærstu eigendur Geysir Green Energy greiddu fyrir hlut sinn í REI.

Í hnotskurn
» Orkuveitan stofnaði Reykjavík Energy Invest sl. vor. Markmið félagsins var "að vera vaxtarbroddur íslenskrar orkuþekkingar á erlendri grund". 
» Í fréttatilkynningu frá REI í byrjun september segir: "Fjöldi innlendra og erlendra fjárfesta hefur lýst áhuga á að koma að Reykjavík Energy Invest." 
» Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy samþykktu í síðustu viku að sameinast undir merkjum Reykjavík Energy Invest. Andstaða er við sameininguna meðal sjálfstæðismanna.

Síðan það hentaði sumum í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins var gerð uppreisn gegn Vilhjálmi góða. Framsóknarmaðurinn komin í skjól. Engin vildi kannast við þennan gjörning þegar hallaði undan fæti og spillingin kom í ljós. 

Heita vatnið var síðar hækkað verulega til að verja OR gjaldþroti.

Kristbjörn Árnason, 30.8.2017 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband