Valdaflokkurinn mun reyna að setja fót milli stafs og hurðar

  • Þegar kemur að stjórnarskrármálum, hér sést að hann reynir að skipuleggja flótta flokksins í málinu
    *
  • Hann og flokkur hans munu reyna að tefja eins og hægt er, ásamt því að draga sem mest úr nauðsynlegum breytingum fyrir hagsmuni þjóðarinnar.

Bjarni í ræðustól

Það er því ljóst að tilboð Bjarna Benediktssonar um 12 ára meðgöngutíma hljóðar eins gammbítur.

Þ.e.a.s.ef aðrir flokkar fallast ekki á þennan meðgöngutíma mun flokkurinn koma í veg fyrir allar samþykktir er snertir börn á flótta, um uppreist æru glæpamanna og um ýmis níðmál.

Þetta tilboð er auðvitað handónýtt og hefur nákvæmlega ekkert gildi. 

Hann gerir ráð fyrir að hugsanlega styrkist staða gamla valdaflokksins á þingi og Framsókn hinn valda flokkurinn er ansi samstíga félaga sínum um völdin.  


mbl.is Eina vitið að ljúka þingi sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað á að senda liðið á Alþingi heim strax.

Þetta lið er algjörlega vonlaust, enda of mikið af femínista kerlingum komnar á þing. Ekkert nema tilfinningar og engin raunsæi eða ábyrgðartilfinningu.

Því er nú verr og miður að það er töluvert af körlum sem eru femínistar á þingi og haga sér alveg eins og femínista kerlingarnar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 20.9.2017 kl. 22:27

2 identicon

Marínó G. Njálsson orðar þetta vel:

Afsakið orðbragðið, en djöfulsins bull er þetta. Flokkarnir eiga ekki að hafa neitt með endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera. Stjórnarskráin á að vera unnin af fólkinu fyrir flokkana að fylgja, ekki af flokkunum til að styrkja völd sín. Stjórnarskráin á að tryggja réttindi almennings gegn ágangi flokksræðisins.

Það var kosið sérstakt stjórnlagaþing. Þó Hæstiréttur hafi ákveðið að ógilda þær kosningar með gjörsamlega fáránlegum rökum, þá skipaði Alþingi stjórnlagaráð, sem sendi frá sér tillögu að nýrri stjórnarskrá. Eina skylda Alþingis og flokkakerfisins var að leggja þessa stjórnarskrá í dóm þjóðarinnar.

Svo ég endurtaki það sem ég sagði:

Stjórnarskráin á að koma frá fólkinu, ekki flokkunum.

Stjórnarskránin á að tryggja réttindi almennings og vernda hann fyrir ágangi flokksræðisins.

Svo má bæta við það, að núverandi stjórnarskrá er að stofninum til bráðabirgðaplagg, þó vissulega hafi verið saumað við hana góðum ýmsum breytingum, þá er hún skjal danska kóngsins, ekki íslenska lýðveldisins.

Palli Gardarsson (IP-tala skráð) 21.9.2017 kl. 06:39

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

eg er sammála þér Páll, en gömlu valdaflokkarnir á Íslandi telja að það séu þeir sem eigi að ráða í þessum efnum. Það eru flokkarnir sem hafa setið í ráðuneytunum í 73 ár að undanteknum fjórum árum. Á því 4 ára tímabili var sett í gang vinna við að uppfæra stjórnarskránna. 

Á Alþingi virðist ríkja sú stefna í þessum málum að ákveðnir aðilar hafa getað haft neitunarvald þegar kemur að lagfæringum á stjórnarskrá. Þá virðast valdahagsmunir ákveðinna stjórnmálaflokka vera í fyrirrúmi oh hagsmunir ákveðinna aðila í atvinnulífinu. 

Kristbjörn Árnason, 21.9.2017 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband