1.10.2017 | 11:37
Fasisminn er enn við lýði í Madrid
- Svífur andi Frankós enn yfir vötnum á Spáni ásamt þeim fasisma sem hann fór fyrir?
* - Í fyrsta sinn sem ég kom til Spánar 1974 var ég handtekinn um leið og ég sýndi vegabréfið á flugvellinum í Malaga.
Þetta var á tímum kalda stríðsins og ríkin höfðu svo sannarlega eftirlit með þegnum sínum. Spánn er ríki margra þjóðarbrota er bárust á banaspjótum á ofanverðri 20. öldinni.
,,Fyrir stundu réðist lögreglan inn á kjörstað í Barcelona og hafði kjörkassa með sér á brott. Minnst tveir slösuðust í áhlaupi lögreglu. Fregnir hafa borist um að lögregla hafi skotið gúmmíkúlum að mótmælendum".(RÚV)
Ef Vestmannaeyingar myndu vilja kjósa um sjálfstæði frá Íslandi myndi íslensk ríkisstjórn senda óeirða-lögreglu til að koma í veg fyrir slíkar kosningar? Nei, og ekki heldur þótt vestfirðingar myndu vilja kjósa um slíkt.
Sem betur fer, er íslenska lýðræðið ögn þroskaðra en þetta þótt það megi bæta mjög verulega. Enn er beðið eftir nýrri stjórnarskrá.
Leggja hald á kjörkassa í Katalóníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.