Með vinstri sjórn lækka skattar á launafólki

  • Vissulega er gott fylgi VG í skoðanakönnunum ánægjuleg fyrir launafólk, eftirlaunafólk, öryrkja og fyrir alla þá sem hafa félagsleg viðhorf. 

En þetta eru ekki kosningatölur og því ber félögum í VG að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá vel að sér.

Katrín JakopsdóttirÞað eru þrjár vikur til kosninga og margir boðar á þeirri leið. 

Það geta engir kjósendur treyst því að svona fylgi dugi til að mynda vinstri stjórn í landinu. Það þarf meira til.

Samkvæmt nýrri skýrslu frá ASÍ kemur skýrt fram að skattar á launfólk eru aldrei hærri en einmitt á valdatímum Sjálfstæðisflokksins.

skattleysimörkÞetta kemur enn skýrar fram í línuriti sem sýnir þróunina á skattleysismörkum er hafa grundvallar áhrif á kaupmátt láglaunafólks.

VR-blaðið birti nýlega þetta línurit sem nær aftur til þjóðarsáttarsamninganna 1990. Sjá má hvernig skattleysimörkin lækka 1997. Munum að allir skattgreiðendur njóta skattleysismarka. Skattaþrep eru einnig skattleysismörk af annarri gerð. Með því að þrýsta á línuritið stækkar það og verður læsilegt.

Á þeim tíma tók Sjálfstæðisflokkurinn upp 10% fjármagnstekjuskatt  og um leið hækkuðu skattar á launafólki. Það eru bara staðreyndir. 

Skattar almennings miðast við greiðslur af brúttótekjum fólks.  Fjárfestar, fyrirtækjaeigendur greiða skatta af nettótekjum þannig að skattar þessara aðila voru skammarlega lágir.

Tryggingagjöldin eru umsamin laun starfsmanna í fyrirtækjunum og það eru því launafólk sem greiðir tryggingagjöldin en ekki eigendur fyrirtækjanna. Vissu-lega hækkaði vinstri stjórnin fjármagnstekjuskattinn upp í 20% af nettótekjum og á fyrirtækjum úr 18% í 20% af nettótekjum.

En með þrepaskiptum tekjuskatti lækkuðu skattar á venjulegu launafólki auk þess sem persónuafsláttur jókst lítillega. Katrín hefur lýst því yfir að skattar á launafólki séu þegar of háir á Íslandi og VG mun ekki beita sér fyrir hækkun skatta á launafólki. En hefur sagt, að eðlilegt sé að fólk með ofurtekjur greiði meiri skatta en það gerir nú.


mbl.is VG langstærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    • Vinstri grænir  20 þingmenn
      '

    • Sjálfstæðisflokkur 15 þingmenn

    Kristbjörn Árnason, 4.10.2017 kl. 09:53

    2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    "Með vinstri sjórn lækka skattar á launafólki"

    Það hefur ekki verið mín reynzla.  Þver-öfugt, reyndar.

    Ásgrímur Hartmannsson, 4.10.2017 kl. 12:14

    3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    Það er satt, að þeir sem greiða enga skatta verða ekki varir við skattalækkun. Eins þeir sem greiða fjármagns tekjuskatt urðu skyndilega að greiða smá skatta

    Kristbjörn Árnason, 4.10.2017 kl. 14:35

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband