Pólitískt keilukast ráðherra.

  • ,,Þannig kom fram í Rík­is­sjón­varp­inu í fyrra­kvöld að ódýr­ara væri í sum­um til­vik­um að fljúga til útlanda en inn­an­lands".

Á ráðstefnunni rýkur fram okkar heitt elskaði bráðabirða samgönguráðherra og notar tíma sinn til að vera með pólitískan áróður um Reykjavíkurflugvöll.

Það er viðurkennt að skiptar skoðanir eru um staðsetningu flugvallar fyir innanlandsflugvöll á SV horni landsins.En ráðstefnan snýst um okurverð á flugleiðum en ekki um staðsetningu flugvallarins. Ef hann væri þingmaður fyrir sunnlendinga tæki hann allt annan pól í hæðina eða ef hann hefði aðra styrktaraðila.

flugvél

Umræðan átti ekki að vera um flugvöllinn sem slíkan enda er það allt annað málefni, heldur um það okurverð sem er á innanlandsflugferðum. 

Þar er aðili sem ryður brautina fyrir okurverð á flugferðum og ræður nánast verðlagningu á flugsamgöngum. Þetta háa verð er enginn smáskattur á íbúa landsbyggðarinnar.

Austfirðingar eiga svo sannarlega þakkir skyldar fyrir það að vekja athygli á þessu ófremdarástandi og á góðri undirbúningsvinnu.

Flugfélagið stendur berrassað undir umræðunni og fulltrúi þess leyfir sér að vera með óskiljanlega út úr snúninga í Kastljósi sjónvarpsins þegar okrið er borið uppá fyrirtækið. 

Austfirðingar voru auðvitað mjög kurteisir í umræðunni en vandamálið er allra íslendinga að leysa. Ráðherrann getur svo bara haldið áfram sinni hagsmunagæslu fyrir flugrekstraraðila annarstaðar. Hann hefur í embætti verið maður stórra orða en án afreka.

Það er býsna merkilegt, að hægri kallarnir í Sjálfstæðisflokknum eru nánast allir með mynd af fálka í vinstra megin í jökkum sínum. Þ.e.a.s.hjartans megin. 


mbl.is Óboðleg aðstaða fyrir innanlandsflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband