Pólitík og leynimakk?

  • Það er erfitt að skilja orð Arn­ars Árna­sonar sem er formaður Lands­sam­bands kúa­bænda, um skip­an nýrra full­trúa stjórn­valda í verðlags­nefnd búvara.

kýr 1

 

Því alla tíð hefur það verið eitthvert pólitíkst makk utan um þá nefnd sem hefur farið með miðstýrðar ákvarðanir um verð á búvörum og um styrki til handa bændum.

For­ysta bænda hef­ur gagn­rýnt Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur land­búnaðarráðherra harðlega fyr­ir að skipa Þórólf Matth­ías­son hag­fræðipró­fess­or í nefnd­ina ann­ars veg­ar, og hins veg­ar Kristrúnu M. Frosta­dótt­ur, hag­fræðing hjá Viðskiptaráði.

Þórólfur er þarna skipaður sem fulltrúi neytenda tilnefndur af Félagamálaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur ekki treyst sér að tilnefna fulltrúa í nefndina vegna þess að bændur hafa misnotað veru þeirra í þessari nefnd í gegnum árin.

kálfur

Að vísu á ég erfitt með að átta mig á veru fulltrúa frá Viðskiptaráði í nefndinni. En ég er ekki stuðningsmaður ráðherrans en átta mig á því að þörf er fyrir breytingar.

Málið er bara þannig, að fyrirkomulagið á verðlagningu á búvörum verður að standast málefnanlegrar gagnrýni frá hagfræðingum sem hafa til þessa gert athugasemdir við fyrirkomulagið. Ef allt stenst skoðun er allt í góðu annars verður að gera lagfæringar sem taka tillit til hagsmuna neytenda ekki síður en bænda.

Bændur eiga afurðarstöðvarnar og stjórna þeim. Bændur njóta mjög mikilla styrkja frá neytendum og fara afurðarstöðvarnar nú fram með offorsi og krefjast meiri ríkisstyrkja. Það gera þeir með því að lækka verð á framleiðsluvörum bænda, með óbeinni kröfu um að ríkissjóður hlaupi undir bagga með bændum. 


mbl.is „Ráðstöfunin lyktar af pólitísku makki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband