11.10.2017 | 17:26
Sjálfstæðisflokkurinn er hinn eini og sanni skattaflokkur Íslands
- Skattkerfið samanstendur af beinum sköttum, ýmsum persónuafsláttum og stuðningi t.d. við barnafjölskyldur eins og með barnabótum og vaxtabótum.
,,Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í ávarpi við setningu þings Starfsgreinasambandsins, að stjórnvöld hefðu núllað út hækkun lægstu launa með lækkun bóta. Vísaði hann þar til skýrslu hagdeildar ASÍ um þróun skatta og fjölskyldubóta".
Þetta hefur orðið til þess að skattar hafa hlutfallslega hækkað mest á láglaunafólki.
Á sama tíma hafa skattar lækkað á hátekjufólki í tveim hæstu tíundunum.
Þetta er þróun sem hefur átt sér á síðustu 20 árum eða frá valdatíma Davíðs Oddssonar og Framsóknarflokksins, þegar fjármagntekjuskatturinn var tekinn upp.
- Á Íslandi greiða allir skatta
Breytir þá engu hvort einstaklingur dragur fram lífið á svo nefndum lágmarkslaunum eða á ofur háum launum.
Á tímabili í sögunni dugði persónuafláttur til að greiða skatta af lágmarkslaunum. Allar götur frá 1997 hefur persónuafsláttur verið það lítill að hann hefur ekki dugað til þess. Þetta má sjá á línuritinu hér fyrir neðan.
Eftir hrunið tók vinstri stjórnin upp þrepaskipta skatta sem er í vissum skilningi ein mynd af persónuafslætti.
Þetta bætti mjög stöðu láglaunafólks sem ekki gat drýgt tekjur sínar með aukinni vinnu. Það var í raun fjögurra þrepa skattkerfi hjá fólki sem greiddi útsvar og tekjuskatt.
Þeir einu sem gátu notið persónuafsláttar að fullu voru þeir sem höfðu það miklar tekjur að þeir náðu hæstu skattaprósentu.
Um leið og Sjálfstæðisflokkurinn kom aftur í stjórnarráðið dró hann strax úr þessum skattaþrepum til skaða fyrir stöðu láglaunafólks.
En það er einnig iðulega það fólk sem er með hluta af tekjum sínum í formi fjármagntekna og greiddu af þeim tekjum að hámarki 20% skatta af nettótekjum á meðan almenningur greiddi almennt skatta af brúttótekjum.
Af þessu má sjá augljóslega, ef verið er að tekjutengja ýmiskonar félagslegar tekjur eins og eftirlaun, barnabætur og vaxtabætur. Er einnig eðlilegt að tekjutengja persónuafslætti.
Fyrir utan þá eðlilegu kröfu að í samfélaginu ríkti skattajafnrétti.
Segir hækkanirnar núllaðar út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt 19.10.2017 kl. 23:35 | Facebook
Athugasemdir
Það verða stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins að athuga.
Með því að leggja óeðlilegar skattabirðar á láglaunafólk er einnig verið að skattleggja fyrirtækin sem hefur þetta fólk í vinnu.
Í síðustu kjarasamningum voru fyrirtækin að gera átak í því að rétta við kjör fólks sem starfar eftir lægstu launaflokkum. Það fer allt fyrir bý þar sem ríkið hirðir þessa launahækkun um leið af láglaunafólki. Viðleitni fyrirtækjanna er eyðilögð og þetta kallar á enn frekari launakröfur.
Kristbjörn Árnason, 11.10.2017 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.