16.10.2017 | 12:39
Hverjir greiða skattana á Íslandi?
- Það hefur legið ljóst fyrir að það er launafólk sem greiðir nánast alla skatta á Íslandi bæði beint og óbeint
* - Hér eru útsvar og fasteignagjöld ekki inni í myndinni sem er eins og allir vita skattar launafólks og fasteignagjöldin sem eru þjónustugjöld.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2018 er áætlað að tekjur ríkissjóðs verði ca 833milljarðar króna.
Obbann af þessum sköttum greiðir launafólk fyrir utan sértekjur ríkissjóðs er kallast aðrar tekjur sem áætlað að verði tæpir 82 milljarðar.
Atvinnurekendur eða fjárfestar þ.e.a.s. þeir sem eiga atvinnufyrirtækin í landinu og eru oft ekki starfsmenn þeirra greiða aðeins kr. 28,5 í fjármagnstekjuskatt samkvæmt áætlun.
Launafólk greiðir síðan restina að mestu er skiptist þannig í grófum dráttum:
tekjuskattur ca. 180 milljarðar,tekjuskattur lögaðila ca.70,5 milljarðar,sérstakur fjársýsluskattur ca.2,5 milljarðar, skattar á vöru og þjónustu um 337 milljarðar, mínus áfengis- og tóbaksgjald sem er sameiginlegt.
Undantekningalaust greiða fyrirtækin eigin fjárfestingar í nútímanum og þeir sem skapa tekjur fyrirtækjanna eru þeir sem starfa í þeim. Þessar tekjur greiða allan áfallandi kostnað vegna starfsemi fyrirtækjanna og þar með beinan launakostnað og alla skattagreiðslur fyrirtækjanna.
Hluti starfsmanna eru iðulega einhverjir eigendur fyrirtækjanna eða yfirvofandi og ósýnilegir eigendur þeirra.
Vilja lágmarkslaun skattfrjáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Facebook
Athugasemdir
Kristbjörn, það skaðar ekki að geta þess að eftir því sem fyrirtækin greiða hærri laun (eða skaffa fleirum vinnu) þá greiða þau lægri tekjuskatt. Raunar er það jákvætt ef fyrirtæki sýna mikla veltu en lítinn hagnað, því þá eru þau að gera vel við starfsfólkið. Skattamálin eru reyndar svolítið flókin og erfitt að alhæfa.
Kolbrún Hilmars, 16.10.2017 kl. 15:43
Kolbrún, eigendur fyrirtækjana hafa kosið að fara aðra leið sem er að skuldsetja fyrirtækin. Hærri laun er greitt fyrir aukið vinnuframlag launafólks að mati yfirmanna fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru til þess að framleiða peninga eins og evrur eða krónur.
Kristbjörn Árnason, 16.10.2017 kl. 17:22
Með skuldsetningu fara fyrirtækin framhjá rekstrinum til þess að hygla eigendum. Arður á einmitt að greiðast af rekstrarafgangi en ekki lántöku. Ef þetta háttalag er orðin viðtekin venja fyrirtækjanna í dag þá erum við aftur komin til ársins 2007. Afleiðingarnar þess þekkjum við.
Kolbrún Hilmars, 16.10.2017 kl. 17:29
Kristbjörn.
Fasteignagjöld eru ekki þjónustugjöld heldur skattur. Ef þú myndir halda hinu gagnstæða fram í einhverri lögfræðideild íslensks háskóla þyrftirðu að færa ansi sterk rök fyrir máli þínu til að fallist yrði á það sjónarmið.
Svo framleiða venjuleg atvinnufyrirtæki ekki peninga. Slíkt er aðeins á færi banka. Ef þú myndir kynna þér staðreyndir málsins myndirðu vita þessa augljósu staðreynd.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2017 kl. 19:39
Það er alltaf gaman að heyra í þér Guðmundur.
Það lítur auðvitað hver sínum augum á fasteignagjöldin en þeir sem eru með stórar lóðir og miklar byggingar njóta miklu meiri þjónustu af sveitarfélögunum. Ég kýs að hafa mína skoðun á þessu áfram. En að vissu marki eru öll gjöld til sveitarfélaganna þjónustugjöld, þ.e.a.s. greiðslur fyrir veitta þjónustu.
Í mörg ár rak ég fyrirtæki Guðmundur sem framleiddi húsgögn í formi hverskonar innréttinga í hús. Hlustaði á marga sérfræðinga einkum á fyrstu árunum Íslands í EFTA og einnig þegar ég starfaði í atvinnunefnd í Iðnaðarráðuneytinu á árunum 1970 og eitthvað fram á 1972 og síðan löngu seinna einnig.
Þá var svo sannarlega messað yfir okkur af bæði innlendum og erlendum sérfræðingum og okkur sagt að við værum ekki að framleiða húsgögn heldur peninga. Að framleiða verðmæti sem væri það seljanlegt að gæfi af sér eðlilegar tekjur þegar upp væri staðið. Þ.e.a.s. peninga í krónum á þessum árum og best í gjaldeyri.
Bankar gera þetta líka, en með öðrum hætti. En framleiðsluhættir bankanna hafa svo sannarlega breyst hin síðari árin. Áður sá Seðlabankinn alla seðlaprentun en hafa plastkortin tekið yfir stóran hlut seðlana og líklega skapar það bönkunum aðrar leiðir til að framleiða peninga ásamt öðrum þáttum.
Bankarnir fitnuðu svo sannarlega eftir setningu bráðabirðalaganna í maí 1983. Kveðja
Kristbjörn Árnason, 16.10.2017 kl. 20:43
Sæll Kristbjörn og takk fyrir.
Ég ítreka það sjónarmið að fasteingagjöld eru ekki þjónustugjöld heldur skattur.
Það hefur ítrekað verið staðfest í dómaframkvæmd og ég hef fengið jákvæð viðbrögð við því sjónarmiði frá málsmetandi aðilum. Þannig er þetta ekki persónuleg skoðun heldur lögfræðilega viðurkennt sjónarmið.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2017 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.