16.10.2017 | 17:38
Góðir húsgagnasmiðir eru eftirsóknarverðir
- Það er ljóst að nám í húsgagnasmíði er góður grunnur fyrir fjölbreytta framtíð á vinnumarkaði.
Fyrir utan að vera mjög eftirsóttur vinnukraftur þar sem nákvæmni, færni,vandvirkni er krafist og þess að hafa listræn viðhorf sýn til hverskyns hluta.
Þessi grein er með elstu listgreinum mannsins sem gerir miklar kröfur til handverksmannsins.
Húsgagnasmiðir eru ekki bara listasmiðir, heldur eru margir þeirra miklir listamenn.
Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar frá fyrri tíð lærðu fyrst húsgagnasmíði áður enn þeir fóru í frekara listnám á öðrum sviðum.
Þessi smiður á myndinni starfar við fjöldaframleiðslu en miklu algengara er að þeir starfi við sérsmíði ýmiskonar þar sem gerðar kröfur um þekkingu og færni.
Sókrates er skilgreindi fyrst hugtakið list og þá fyrir sinn tíma sagði forðum, að þeir aðilar sem við í nútímanum köllum húsgagnasmiði á Íslandi væru göfugustu listamennirnir.
Elstu heimildir um störf fagmenntaðra húsgagnasmiða eru nær 6000 ára gamlar og mjög gömul húsgögn hafa varveist í Egiptalandi hinu forna. Þar hafa ekki geisað styrjaldir sem víðast annarstaðar og þurrkar þar í landi fara vel með húsgögn í fornum píramítum.
Þekktasti í þeirra röðum var Jósep fósturfaðir Jesú. Iðnneminn Jesú lauk aldrei námi enda var það og tekur heila mannsævi að læra fagið svo skammlaust væri. E.t.v. var neminn með athyglisbrest, hvað veit ég.
Ekki pláss fyrir mig á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Athugasemdir
Húsgagnasmiðir eru einskins virði ef þeir fá hvergi að búa. Það hlýtur Jesú að hafa vitað ef eitthvað er að marka það sem haft er eftir honum.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2017 kl. 01:15
Það eru margir hælisleitendur sem bera þetta starfsheiti Guðmundur. Starfsgreinarnar eru ekki alveg eins í smáatriðum frá einu landi til annars og fagið skiptist í 40 undirgreinar. Til að útskýra þetta má nefna ,,vagnasmiði hennar hátignar" í Bretlandi og nútímanum kallast þeir bifreiðasmiðir á Íslandi, klukkusmiðir, myndskerar og skápasmiðir.
Það skiptir máli að allir geti átt sér viðunandi heimili og breytir þá engum um hvert nám hans hefur verið. En þetta með smiðssoninn nefndi ég til gamans. En Jesú var flóttamaður og hans foreldrar, einnig hælisleitandi svona til að halda því til haga.
Takk fyrir innlitið Guðmundur
Kristbjörn Árnason, 17.10.2017 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.