17.10.2017 | 10:04
Stór fyrirtækin standa að baki sínum flokki.
- Þessi kvöldin keyrir Sjálfstæðisflokkurinn eða gamli valdaflokkurinn áfram rándýrar sjónvarpsauglýsingar kvöld eftir kvöld.
Nokkuð sem önnur framboð ráða tæpast við að gera. En vissulega hlýtur það að vera rannsóknarefni hvort þessi auglýsinga herferð gagnist flokknum til að auka fylgið sitt með gömlum loforðum sem þessi flokkur hefur marg svikið.
Einnig hlýtur það að vera umhugsunarefni um hver það er sem borgar þessar auglýsingar. Það er a.m.k. ljóst að peningarnir koma frá fjölmörgum fyrirtækjum landsins er þýðir þá, að starfsfólk þessara fyrirtækja borga auglýsingarnar. Það gera ekki eigendur fyrirtækjanna almennt.
Þá er það einnig spurning hvort fyrirtækin komist upp með það að greiða þessar auglýsingar eins og þau væru að auglýsa sig sjálf sérstaklega og færðist þá kostnaðurinn þannig inn í rekstrarreikning fyrirtækjanna.
Kostnaðurinn kæmi þá til viðbótar við styrki fyrirtækjanna við flokkinn. Það er auðvitað alltaf sárt þegar flokkar missa fylgi.
Mikið fylgistap Flokks fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.