17.10.2017 | 14:57
Verð á fiski aldrei hærra
- Þetta er auðvitað ósmekklegur hræðsluáróður og barlómur hjá útgerðinni um erfiðleika.
Það er ekki ósennilegt að mörg minni fyrirtækin standi sig bara betur en þessi stóru fyrirtæki. Þ.e.a.s. ef þeir sem reka þessi fyrirtæki hafa staðið sig.
Það er auðvitað ljóst að stóru fyrirtækin virðast eiga auðveldara með að skuldsetja sig með nýjum fjárfestingum sem verður til þess að þau greiða bæði litla skatta og enn minni veiðigjöld.
En það gefur auðvitað ekki rétta mynd af stöðu útvegsins í dag að miða reksturinn við árið 2015 sem var einstakt góðæri í sögulegu ljósi. Það gátu allir séð að sú staða gæti aldrei staðið lengi og það á kostnað almennings.
Verð íslenskra afurða í sögulegu hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.