18.10.2017 | 22:50
Stefna flokka og málamiðlanir
- Í gegnum tíðina hefur staða flokkana verið ærið misjöfn þegar kemur að valdajafnvægi í samfélaginu
* - Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur samtaka atvinnurekenda á Íslandi hefur alltaf haft ómælt fjármagn og gríðarlega sterkan stuðning af þessu baklandi sínu.
Þá hefur flokknum tekist að skjóta öflugum rótum innan ASÍ í gegnum lífeyrissjóðakerfið og einnig vegna þess að flest félög byggingariðnaðarmanna í ASÍ eru blönduð félög launamanna og atvinnurekenda.
Eina vinstri stjórnin á Íslandi var ekki bara undir hælnum á Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Heldur einnig undir hælnum á heildar samtökum atvinnurekenda í landinu og þeim aðilum í ASÍ sem höfðu mesta hagsmuni af stórframkvæmdum sem áttu sinn hlut í hruninu í þjónustu við erlenda aðila.
Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að hjúpa sig sauðagæru og þannig hefur hann getað látið líta svo út að hann annist hagsmuni allra stétta með sama hætti.
Þetta er auðvitað rangt og undir gærunni þrífst mikil spilling og hagsmunagæsla fyrir yfirstéttina í landinu er fylgir gjarnan gömlum valdaflokkum.
Það sem skiptir mestu máli á vettvangi Alþingis er að flokkur hafi sem flesta þingmenn. Slíkir flokkar flokkar þurfa nánast aldrei að gefa eftir í stefnumálum sínum í samstarfi við aðra flokka.
Valdaflokknum hefur gefist best að starfa með hinum gamla valdaflokknum er hefur um flest sömu viðhorf.
Til að breyta þessu í næstu kosningum er lausnin að styrkja vinstri flokk svo í sessi að hann hafi fleiri þingmenn en gamli valdaflokkurinn. Í skoðanakönnunum síðustu dagana virðist Vinstri hreyfing hafa slíkt fylgi sem getur breytt öllu.
Ef kjósendur vilja í raun hverfa frá spillingunni og valdbeitingunni sem hefur grasserað alla áratugina frá lýðveldisstofnuninni er þarna tækifærið til breytinga.
Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Hver vill starfa með aðilum sem rógbera meðborgara sína um að halda verndarhendi yfir barnaníðingashringjum líkt og STUNDIN.IS fullyrðir að allir í Sjálfstæðisflokknum geri
Grímur (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.