Alltaf kemur betur og betur í ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn á met í skattlagningu

  • Það er Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn sem er skattakóngur Íslands í sameiningu.
 
Mynd frá Gylfi Magnússon.
Mynd frá Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon bætti við 2 nýjar myndir.
5 klst. · 
 

Smáinnlegg úr fílabeinsturninum (eiginlega frá París þó). Tölur frá OECD um heildarskatttekjur hins opinbera, þ.e. bæði ríkis- og sveitarfélaga (og fylkja).

luritið sýnir skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu árið 2015, nýrri tölur eru því miður ekki til. Litaði Ísland rautt til hægðarauka.

Línuritið sýnir þróun sama hlutfalls á Íslandi frá 1980 (árlegar tölur eru ekki til lengra aftur í tímann) til 2015. Mjög athyglisvert að þetta hlutfall var nokkuð stöðugt, rétt um eða yfir 30% frá 1988 til 1995 en þá tók við helsta hækkunarskeiðið, náði hámarki í 40,5% árið 2006. Það er eina árið sem hlutfallið hefur farið yfir 40%. Síðan hefur það sveiflast en heldur farið lækkandi.

Það er mjög erfitt að sjá sérstakt hægri-vinstri mynstur í þessu, t.d. var hægristjórn frá 1991 til 2007, þegar hækkunin var mest.

Í alþjóðlegum samanburði verður reyndar að hafa ýmsa fyrirvara, m.a. út af mismunandi lífeyriskerfum sem geta skekkt samanburð.

Líka rétt að benda á að sveiflur verða ekki bara vegna breytinga á skatthlutföllum, heldur líka vegna sveiflna í skattstofnum og auðvitað í nefnaranum, þ.e. vergri landsframleiðslu.


mbl.is Starfi veiðigjaldanefndar slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vinstri menn leggja mikið á sig til að fela "skattabrjálæðið" sitt.  Ég hjó líka eftir því, í formannaspjalli á RÚV, að VINSTRIMENN VILDU EKKI HÆKKA VSK Á FERÐAÞJÓNUSTUNA.  EN KANNSKI ERU ÞEIR BÚNIR AÐ GLEYMA ÞVÍ AÐ ÁRIÐ 2012 SETTI KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR, ÞÁVERANDI FJÁRMÁLARÁÐHERRA, ÞRIÐJA VSK ÞREPIÐ Á FERÐAÞJÓNUSTUNA OG VAR ÞAÐ 14% (neðra þrepið í VSK kerfinu var þá 7%).  ÞETTA VAR GERT MEÐ LÖGUM 146/2012.  ÞETTA ÞRIÐJA ÞREP VSK VAR SVO AFNUMIÐ UM LEIÐ OG ALMENNILEG RÍKISSTJÓRN KOM Á LANDINU MEÐ LÖGUM 79/2013.  EN MÉR ER SPURN HVAÐ HEFUR BREYST SÍÐAN ÞETTA VAR GERT?????  Það virðist vera eitthvað lítið að marka sem "Vinstri Hjörðin" segir þegar verið er í kosningabaráttu...... cool

Jóhann Elíasson, 20.10.2017 kl. 19:51

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Jóhann, almennt er ég fylkjandi því að allar atvinnugreinar standi við sama borð og skili sama virðisaukaskatti til samfélagsins. Það kann að vera að lífsreynsla mín sem húsgagnasmiður í 30 ár hafi mótað þessa skoðun mína. Það var t.d. ekki auðvelt að starfa við innréttingaframleiðslu við hlið byggingariðnaðarins sem ekki þurfti að skila söluskatti eins og við.

Þar að auki virkuðu húsnæðislánin eins og framkvæmdalán fyrir byggingariðnaðinn. En við bjuggum við vaxandi innflutning upp úr 1970. Þessi tveir þættir  voru vissuleha erfið til að eiga í samkeppni við og mjög ósanngjörn staða. Þá hef ég verið erfiður gagnvart því að lækka eða fella niður virðisaukann af bókum. Ekki er hægt að bókaiðnaður sé merkilegri iðnaður en annar iðnaður auk þess sem bækur eru meira og minna innfluttar í dag. Það verður ekki til þess að bókaverð lækki af þeim sökum enda um hreina markaðsvöru að ræða. Ekki verður greinamunur á gæðaúgáfu ýmiskona eða á sorprita útgáfu. 

En ég átta mig á því að þar sem VG á djúpar rætur á landsbyggðinni, öfugt við Samfylkingu því er ekki ólíklegt að það hafi áhrif á ákvörðun Kötu Júll. og Samfylkingar. Því er það andstætt hugmyndum VG  um fullan vask af ferðaþjónustunni. Einmitt vegna landsbyggðafyrirtækja og fólks á landsbyggðinni. 

Aftur á mót er ég eindregið fylgjandi því að allur beinn tekjuskattur þrepaskiftur og þá útsvarið meðtalið. Nauðsynlegt er einnig að hækka grunn persónuafsláttinn en hann mætti gjarnan vera tekjutengdur. En nú njóta aðeins þeir sem komast í efsta skattstig persónuafsláttar að fullu. Þá á bara leggja niður fyribærið frítekjumörk og þeir sem geta unnið greiði bara eðlilega skatta af tekjum sínum. 

Við sauðirnir eins og þú kallar okkur og það er ótrúlegt að skulir ekki kalla okkur Guðslömbin. En við eru fylgjandi boðskap Jesú varðandi launajöfnuð. En einnig skattajafnrétti. að er staðreynd að eftir að fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp jókst skatta-misréttið hrikalega í landinu.

Ég man eftir því eins og það hafi gerst í gær Jóhann þegar fulltrúar atvinnurekenda í þjóðarsáttarsamningunum 1990 fóru að hrella okkur ASÍ fulltrúum með þessum  fréttum um væntanlegan 105 fjármagnstekjuskatt. Eftir það yrðu fyrirtækin öll rekin í eignarhalds-félögum og eigendur þeirra þyrftu aðeins að greiða smánarskatta af nettótekjum og ekkert útsvar og ekkert í lífeyrissjóði. Einhver lög voru höfði gildi með lífeyrissjóðagreiðslurnar þegar á reyndi.


Það er bara mikilvægt að koma á sáttum um skattamálin þar sem ríkir sátt um almennt skattajafnrétti og þá geta skattar lækkað að meðaltali. Síðan á ég enn eitt línuritið sem sýnir skattaánauð valdaflokksins á launafólki. 

Kær kveðja Jóhann og takk fyrir innlitið. Það er bara hollt að hafa mismunandi skoðanir.  

Kristbjörn Árnason, 20.10.2017 kl. 20:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Takk fyrir svarið Kristbjörn.  Jú að mörgu leiti erum við sammála um skattamálin, þó vissulega sé áherslumunur víða í skoðunum, en þannig er það bara og mér finnst það þó góðs viti að við virðum bara skoðanir hvors annars og förum ekki í einhverjar fjandans skotgrafir og köstum "drullu" í hvorn annan vegna þeirra.  Við, hvort eð er breytum ekkert skoðunum hvors annars og veröldin yrði hálf litlaus ef allir hefðu sömu skoðun.

Kveðja af Suðurnesjunum og þakkir fyrir góð og málefnaleg svör.

Jóhann Elíasson, 21.10.2017 kl. 07:47

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Við sem höfum starfað með allskonar fólki bæði fyrirtækjum og í verkalýðsmálum lærum að virða mismunandi skoðanir. Verkefni leiðtogans er auðvitað að ná út slíkri gerjun sem bestri niðurstöðu sem  tekur mið af sameiginlegummarkmiðum hópsins. Ég hef starfað með fólki úr öllum flokkum en þegar á hólminn er komið bera menn yfirleitt gæfu til þess að starfa saman. 

Þessi 13 ár sem ég var formaður fyrir sveinafélagi húsganasmiða fór ekki síður í vörn fyrir fyrirtækin. Það var yfirleitt erfitt fyrir þau að hafa sig í frammi opinberlega vegna þeirrar hörðu samkeppni sem ég þekki svo vel. Fyrirtækin máttu ekki við því að koma sér í ónáð á opinberum stöðum. 

bestu kveðjur og gangi okkur vel í kosningunum.

Kristbjörn Árnason, 21.10.2017 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband