Enn harðnar kosningabaráttan á milli alþýðunnar og valdaelítunnar.

  • Allir sótraftar taka þátt í baráttunni um völdin, á öllum vígvöllum 

Kosningaáróður ritstjóra hægri pressunar er alþekktur og nú gerist Kristín Þorsteinsdóttir ritstjóri Fréttablaðsins sig seka um að mismuna flokkum og framboðum í ritstjórnargrein sinni. Rétt eins og hún er vön.

Það er samt eitt og annað rétt eins og fullyrðing ýmissa frambjóðenda um að afnám verðtryggingar á lánum muni lækka vexti og lánakostnað. Á meðan það ríkir algjört vaxtafrelsi í viðskiptalífinu og í bönkum munu vextir alltaf endurspegla þá verðbólgu sem er í samfélaginu á hverjum tíma jafnvel ríflega það, þar sem bankasamkeppni er nær engin.

bankar

Ýmiskonar kostnaðar reikningar hafa snarhækkað undanfarin ár og fara vaxandi þrátt fyrir ýmiskonar lækkandi rekstrar kosnað í bönkum samfara lakari þjónustu.

Það sama á við um ef Ísland gerðist formlegur aðili að ESB á öllum sviðum myndi það ekki eitt og sér ekki lækka vexti sjálfkrafa á Íslandi. Slíkar fullyrðingar eru bara hreint bull.

Vextir eru auðvitað misjafnir í löndum ESB vegna vaxta frelsins bankanna. Erlendir bankar frá t.d. ESB geta haft útibú á Íslandi en eru áhugalausir um slíkt. Þrátt fyrir almennt hátt vaxtastig á Íslandi.

Jafnvel patent-lausnir Sigmundar Davíðs eru tómt bull í þessum efnum. Því almenn bankastarfsemi á Íslandi fer þegar að mestu fram í netbönkum og það virðist engu breyta um vaxtastigið.

Væntanlega hefur þetta eitthvað með samkeppnisleysi að gera og lítinn veltuhraða í út og innlána starfsemi að gera í bönkum miðað við það sem gerist í mjög stórum bönkum.

Síðan hjólar ritstjórinn í hugmyndir VG vegna baráttu vinstri flokksins um styrkingu innviða og segir hugmyndir um hátekju- og auðlegðarskatta dugi ekki til vegna kostnaðar.

Nákvæmlega það sama og VG hefur raunar sagt en er samt auðvitað krafa um réttlætismál um jöfnun á skattbirði fólks milli hópa. En alvarlegt skattamisrétti ríkir á Íslandi. En VG leggur raunhæfar lausnir í því að ná markmiðunum um skipulags-breytingar í skattamálum og um hvernig má finna árlegt fjármagn til að kosta eðlilega samneyslu án sérstaka skattaálaga á almenning.

  • En Kristín spyr auðvitað ekkert um hvernig Sjálfstæðisflokkur ætlar sér að fjármagna stöðuga styrki til útgerðarinnar með niðurfellingu á fiskveiðigjöldum
    *
  • Eða gefur hún sér það, að það sé bara eðlilegt að launafólk í landinu geri það áfram.

Endalaust gerir Kristín kröfur um það í leiðurum blaðsins að skattar og álög á dagblöð verði felldir niður og að ríkissjóður styrki blaðaútgáfuna í landinu. Væntanlega á launafólk að greiða það með auknum sköttum.

Krefst styrkja til aðila sem gera sig stöðugt seka um að standa með gamla valdaflokknum í landinu sem er Sjálfstæðisflokkurinn.

Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess um að kynna sér málið til hlítar.
WWW.VISIR.IS
 

mbl.is Vinstri grænir lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband