21.10.2017 | 16:28
Þetta er því miður röng staðhæfing- kolvetni er alltaf vondi kallinn
- Það er staðreynd, að á Íslandi hafði fólk lítinn aðgang að kolvetni áður fyrr og það litla sem var í boði var rándýrt.Þannig að kolefnaríkt fæði var ekki almennt fæði almennings.
Fólk tók orku úr fituríkum mat og líkamar manna á norðurhluta heimsins hefur þróast við slíkar neyslu-venjur.
Það er staðreynd að meirihluti íslendinga þolir ekki neyslu kolefnaríks fæðis. Slíku fæði fylgja flestir lífstílssjúkdóma samtímans. Hvítur sykur er í raun jafn óhollur og eiturlyf.
Það er einnig gríðarlegur sykur í ávöxtum og ávaxtasafar eru afar sykurríkir og þar með óhollir þess vegna. Breytir þá engu þótt í flestum ávöxtum séu mörg hollustuefni. Í einu glasi af appelsínusafa er kanski sykur úr 5 til 6 appelsínum. Það er lítill munur á sykri í þessum söfum og í sykruðum gosdrykkjum.
Allt neðanjarðar grænmeti er stútfullt af kolvetni en það sem vex ofanjarðar bráðhollt og má neyta að vild. Fjöldi fólks hefur breytt um lífstíl og dregur verulega úr kolvetnis neyslu og tekur orku úr kjöti og feitum fiski, notar ríflegt að smjöri og eggjum að vönduðum olíum.
Margir borða sig pakk sadda alla daga og mikið af fitu og eru aldrei svangir. Reyna að halda sig innan við 20gr af kolvetni á dag og léttast um eitt til tvö kíló á mánuði. Einkenni fjölmargra sjúkdóma hverfa sem dögg í sólu. Mjólk er ekkert bönnuð en í mjólkurvörum er 4,5% sykur.
Það breytir litlu hvort brauðið er bakað úr hvítu hveiti eða grófu, kolefnisinni-haldið er hið sama. Hið grófa er bara seinmeldaðra. Þá er bjórinn bara fljótandi brauð en í lagi er með þurrt rauðvín eða hvítvín og hrein vín.
En kolvetnis framleiðendur bæði þeir sem framleiða brauð, kökur kex í öllu formi ásamt auðvitað mjölframleiðendum eru öflugir í áróðrinum og hafa mikil áhrif. Það er auðvitað alveg lágmark að í svona skrifum um hollustufæði sé farið með rétt mál. En ekki bara eitthvað étið upp eftir einhverjum aðila sem þiggur styrki frá kolvetnisframleiðendum.
Hvernig væri að blaðið tæki til skoðunar ritið Fæðubyltingin eftir Andreas Eenfeld. Bókin er seld í íslenskri þýðingu Valdimars Jörgensen. Slík vönduð umfjöllun gæti gert mörgum einstaklingum mikið gagn og gæti komið mörgum úr örorku til þátttöku í atvinnulífinu.
Margar vörur eru seldar sem hollustuvörur en eru það alls ekki ekki. Mjög stór hluti íslendinga þolir ekki margar af þessum hollustuvörum og fitna af þeim og fá sykursýki-2 og of háan blóðþrýsting og jafnvel hjartaáfall. Þessir sjúkdómar og margir aðrir eru fastir fylkifiskar kolvetnis.
Kolvetni ekki alltaf vondi karlinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Athugasemdir
Með tilkomu hvíts sykurs og unninna matvæla hækkaði lífaldur Íslendinga um ríflega helming. Eftir að Íslendingar tóku að minnka kolvetnisneyslu hefur lífaldur farið lækkandi. Kerlingabækur og þjóðsögur um óhollustu þessara vara breytir ekki þeirri staðreynd og flokkast með samskonar áróðri og haldið er uppi gegn bólusetningum, og er tilkominn af sömu hvötum og samskonar þekkingarleysi. Það er í raun ekkert bendir til þess að hvítur sykur sé óhollari en vatn annað en flökkusögur.
Vagn (IP-tala skráð) 21.10.2017 kl. 17:54
en það var ekki vegna sykursins og hvíta hveitirsins
Kristbjörn Árnason, 21.10.2017 kl. 20:07
Vagn, "Með tilkomu hvíts sykurs og unninna matvæla hækkaði lífaldur Íslendinga um ríflega helming." Er þetta nú ekki svolítið yfirdrifið.
Kristbjörn hefur rétt fyrir sér með að við borðum alltof mikið kolvetni. Það er lika við því að búast, því að landlæknir mælir með að kolvetni sé 50%-60% af fæðunni. Í neyslukönnun sem var gerð þegar fyrstu manneldismarkmiðin vóru gerð þá var kolvetni um 20%, prótein um 40% 0g fita um 40%. Þá, líklega að Bandarískri fyrirmynd, var ákveðið breyta þessu. Þá var fitunni sagt stríð á hendur, allri mjólkur og dýrafitu, með skelfilegum afleiðingum. Þegar fitan var tekin út, var farið að setja sykurinn í staðinn, svo maturinn væri ætur.
Jurtafeiti og olíur eru svo kafli útaf fyrir sig, sem valda miklu ójafnvagi með mjög óhagstæð hlutföll af omega-3 og omega-6.
Ef að mikið ójafnvægi er, það er ef að omega-6 er margfalt á móti omega-3, þá veldur það bólgum í líkamanum, sem aftur er tengt mörgum sjúkdómum.
Svo mætti velta fyrir sér hvað við þurfum mikla viðbót af D3 vítamíni.
Haukur Árnason, 22.10.2017 kl. 01:41
Vagn aftur. "Eftir að Íslendingar tóku að minnka kolvetnisneyslu hefur lífaldur farið lækkandi."
Almennt séð held ég við höfum ekki minnkað neyslu á kolvetni nema þeir sem eru með sykursíki, gigtarsjúkdóma,einnig við ADHD. Læknar almennt vilja lítið gera með mataræði, því miður.
Haukur Árnason, 22.10.2017 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.