Sjálfstæðisflokkur boðar skattahækkun hjá láglaunafólki

Ætlar að lækka persónuafslátt, því hækka skattar láglaunafólks.

Ætlar að lækka skatta á hálaunafólki eins og hér sést

  • Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir nú grimmt að hann ætli að lækka tekjuskatt í 35% „fyrir okkur öll“
  • *
  • Meginþorri launafólks borgar 36,94% skatt, það er að segja þau okkar sem eru með innan við 835 þúsund krónur á mánuði
    *
  • Þeir sem eru með hærri tekjur en það borga svo 46,24% af öllu umfram það (en bara lægri skattinn af tekjum undir 835 þúsundum)
    *
  • Þannig að það að lækka „okkur öll“ niður í 35% væri enn ein aðgerðin sem myndi gagnast hátekjuhópum allra best og mest þeim sem hafa hæst launin
    *
  • Þetta er líka aðgerð sem myndi gagnast körlum meira en konum, en þeir eru talvert líklegri til að falla í hálaunahópinn. Þessi aðgerð er ekki „fyrir okkur öll“, hún er, eins og venjulega „fyrir hina fáu“
    *
  • Þessi auglýsing á greinilega segja það að til standi að lækka skatta á hálaunafólki
    *
  • Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið algjörlega á móti því að nota skattkerfið til lífskjarajöfnunar

,,Tekju­skatt­ur ein­stak­linga skilaði 160,6 millj­örðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatt­ur­inn skilaði 94,7 millj­örðum. Töl­urn­ar eru á verðlagi hvors árs.

Þetta kem­ur fram í grein­ingu Rík­is­skatt­stjóra fyr­ir Morg­un­blaðið. Þar kem­ur og fram að lægsta þrepið í tekju­skatt­in­um skilaði 150,3 millj­örðum í fyrra. Til sam­an­b­urðar skilaði milliþrepið 5,4 millj­örðum og efsta þrepið 4,9 millj­örðum. Hlut­fall þess­ara tveggja þrepa var 3,3 og 3% af sam­an­lögðum tekju­skatti í fyrra".

Það er staðreynd að stór hluti af efsta þreps fólki greiðir aðalega fjármagnstekjuskatt og ekkert útsvar. Alli hópar njóta persónuafsláttar.

 

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú er það raunar svo að þú þarft að tilheyra fjórum efstu tekjutíundunum til að borga yfirleitt eitthvað í tekjuskatt til ríkisins (útsvarið er þó alltaf á sínum stað). 

Geir Ágústsson, 26.10.2017 kl. 07:43

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er rangt hjá Þér Geir

,,Tekju­skatt­ur ein­stak­linga skilaði 160,6 millj­örðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatt­ur­inn skilaði 94,7 millj­örðum. Töl­urn­ar eru á verðlagi hvors árs.

Þetta kem­ur fram í grein­ingu Rík­is­skatt­stjóra fyr­ir Morg­un­blaðið. Þar kem­ur og fram að lægsta þrepið í tekju­skatt­in­um skilaði 150,3 millj­örðum í fyrra. Til sam­an­b­urðar skilaði milliþrepið 5,4 millj­örðum og efsta þrepið 4,9 millj­örðum. Hlut­fall þess­ara tveggja þrepa var 3,3 og 3% af sam­an­lögðum tekju­skatti í fyrra".

Kristbjörn Árnason, 26.10.2017 kl. 07:54

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeir sem hæstu launin hafa greiða hæstan skatt í krónum talið. Það er engin sanngirni í því að nota skattkerfið til lífskjarajöfnunar þannig að þeir sem hærri laun hafa greiði hærra hlutfall af tekjum sínum. Í raun mætti segja að sanngjarnast væri að allir greiddu sömu krónutölu, enda má reikna með að allir noti þjónustu hins opinbera nokkurn veginn jafnt.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2017 kl. 09:51

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þorsteinn, hví er það ekki sanngjarnt að þeir sem meira hafa borgi ekki meira ?

Ef þetta er þín skoðun, þá hlýtur þú að vera sammála þvi að persónuafsláttur verði hækkaður með krónutölu en ekki hlutfalli. Þá fá allir jafnan persónuafslátt án tillits til launaupphæðar ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.10.2017 kl. 11:11

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Þorsteinn, það er ansi mikil fylgni milli hárra launa hvers einstaklings og lengd á skólagöngu. Vissulega á að bera virðingu fyrir því að fólk leggi á sig langt og oft erfitt nám. Einnig að slíkir einstaklingar fái umbun fyrir það í launum sínum.

En hinn langskólagengni hlýtur einnig að átta sig á þeirri staðreynd að hann er ekkert eyland og einhverjir bera kostnað af því að byggja upp og reka skólakerfið. Hinn langskólagengni  hefur notið skólakerfisins sér að mestu kostnaðarlausu og jafnvel löngu háskólanámi. Sá sami hefur einnig notið ýmiskonar fríðinda af samfélaginu vegna námsins.


En láglaunafólkið hefur ekki notið þjónustu skólakerfisins af fjölmörgum ástæðum og ekki heldur ekki þeirra fríðinda sem slíku námi fylgir. Það fólk sem fer út í atvinnulífið strax eftir grunnskóla greiða skatta á fullu frá fyrsta degi 14 - 15 ára. Skattagreiðslur þessa fólks standa m.a. undir kostnaði við rekstur framhald- og háskólanna án þess nokkurntíma að njóta þjónustu þeirra. 

Varðandi hlutfallgreiðslu  skatta af launum, er alveg jafneðlilegt að segja að allir ættu að greiða í skatta jafnmargar unnar vinnustundir.  T.d. að allir greiddu sem samsvaraði einni unninni vinnuviku í hverjum mánuði.  Þá myndu allir greiða jafnt.

Kristbjörn Árnason, 26.10.2017 kl. 12:05

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kostnaður hins opinbera af rekstri háskóla skiptir auðvitað máli. Það er alveg rétt. En svo má líka líta til þess að ævitekjur þess sem er í skóla langt fram á fertugsaldur verða gjarna minni en hins sem byrjar að vinna 16 ára, jafnvel þótt launin séu talsvert hærri. Svo það er að mörgu að hyggja í þessu. En það sem ég á við er að ef menn vilja gæta sanngirni sé eðlilegast að allir greiði það sama fyrir þjónustu hins opinbera þar sem þeir nota hana að jöfnu, að öðru óbreyttu auðvitað. 

Vandinn með vinnustundirnar er að þær eru mismikils virði og það eru verðmætin, ekki tíminn, sem skiptir máli þegar fjármagna á þjónustu hins opinbera.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2017 kl. 12:50

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt hjá þér Þorsteinn að þetta er ekki einfalt.

Það á líka við um verðmæti vinnutímanna og fer eftir hver metur. En erfiðið sem hver og einn lætur að hendi til samfélagsins væri þá svipað. Ég ætla ekki að fara í einhverjar rökræður um þetta. En þetta er  auðvitað hin hliðin. Síðan mætti fara í söguna um fátæku ekkjuna sem  gaf aleigu sína í musterinu forðum.

Það eru auðvitað margar hliðar í því hverjir nota þjónustu samfélagsins mest. Það er auðvitað staðreynd að námsmenn hafa vinninginn í byrjun og þegar fram líða stundir lifa þeir almennt lengur og eru með betri heilsu.

Sá sem fer strax á vinnumarkaðinn 15 ára án skólagöngu er leiðir til starfsmenntunar endast almennt skemur og algengt er að þeir séu farnir að kröftum upp úr fimmtugu. 

En í eðlilegu og réttlátu samfélagi verður fólk að  ná sáttum um hvert framlags hvers og eins er til þeirrar samfélagsgerðar sem t.d. býður fólki upp á vandaða skólagöngu, gott heilbrigðiskerfi og félagslega umönnun samfélagsins ef eitthvað alvarlegt ber út af. Þannig að jafnrétti ríki í skattamálum milli allra stétta og hver og einn leggi sig fram eftir getu. Þegar ofangreind atriði eru höfð í huga. 

Nú vil kveðja þig Þorsteinn og þakka fyrir umræðuna. 

Kristbjörn Árnason, 26.10.2017 kl. 17:19

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kristbjörn, hvað er rangt í því sem Geir segir? Þeir sem hafa yfir 835.000 í tekjur, greiða samkvæmt lægsta tekjuskattsþrepinu af fyrstu 835 þúsund krónunum og eiga þar með hlutdeild í lægsta tekjuþrepinu.

Theódór Norðkvist, 26.10.2017 kl. 18:31

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú nefnir tvö grundvallaratriði hér Kristbjörn (og það er alltaf miklu skemmtilegra að tala um grundvallaratriði en íslenska flokkapólitík). Annars vegar eyri ekkjunnar og hins vegar vísar þú til boðorðsins "hver eftir getu, hverjum eftir þörfum".

Hvað eyri ekkjunnar varðar þá held ég að boðskapur hennar sé að í augum guðs sé framlag þess meira virði sem gefur allt en þess sem gefur lítið brot af því sem hann hefur. Og ég held raunar að á endanum sé þetta líking sem snýr að inngöngu í himnaríki, rétt eins og sagan um ríka manninn og nálaraugað.

En athugum líka eitt: Ekkjan í sögunni tók sjálf ákvörðun um gjöfina. Það gefur henni siðferðilegt gildi. Það gildir aðeins annað um ekknaskattinn held ég, sem margir boða nú.

Síðara atriðið var grundvallaratriði í boðskap kommúnista og er reyndar enn. Og eflaust á það sér líka rætur í kristni eins og svo margt annað, en það er svo sem annað mál. Í himnaríki er þetta eflaust svona og í framtíðarríki sósíalismans líka, eftir að búið er að sigrast á einstaklingseðlinu og sjálfsbjargarhvötinni. En vandinn er að við búum ekki í slíku samfélagi (nema þá helst íbúar Norður-Kóreu, þar sem fólk mun víst ekki lengur hafa smekk né skoðanir) né heldur erum við komin til himna. 

Meginatriðið í mínum huga er þetta: Eftir að maðurinn uppgötvaði sjálfan sig sem frjálsan einstakling hefur virðingin fyrir frelsi annarra verið grundvallaratriði. Og í því að virða frelsi annarra felst vitanlega líka að virða það sem af því leiðir, þar með talið tekjur þeirra og eignir. Af þessu leiðir að hver maður á tilkall til þess sem hann aflar, aðrir eiga ekki tilkall til þess (en það merkir auðvitað ekki að þeim sem hefur kunni ekki að bera siðferðileg skylda til að gefa af því). Réttlátast væri því í rauninni að engum væri gert að greiða neinn skatt, en illskást er að allir greiði sem nemur því sem þeir fá, hvort sem það felst í þjónustu, eins og menntun eða heilsugæslu, eða framlagi, "tryggingariðgjaldi" til þess öryggisnets sem ég held að við séum flestöll sammála um að við viljum hafa.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2017 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband