Nú þurfa íslendingar heiðarlega stjórnmálamenn til forystu

  • Ekki fólk sem er í eigin hagsmunapoti meira og minna, er hafa auk þess verið fundnir að verulega vafasömu hátterni eða eru aðeins í hagsmunagæslu fyrir ákveðna atvinnuvegi
    *
  • Heldur fólk sem þorir setja fram raunverulegar áætlanir um hvernig það ætlar að ná árangri fyrir allan almenning og hefur framtíðarsýn sem mótuð er af réttlætishugsjón og skynsemi

Katrín Jakopsdóttir

Nú árið 2017 eru viðhorf almennings til atvinnu uppbyggingar aðeins breytt frá sem var fyrir rúmum 100 árum í árdaga samvinnu- og verkalýðshreyfingarinnar þegar atvinnurekendur héldu að sér höndum í uppbyggingu atvinnulífs.

Þá var það samtakamáttur almennings sem varð sá drifkraftur sem einn dugði til að skapa störf og eðlilegt lífviðurværi fyrir almenning. Í kjölfarið kom stofnun stjórnmálahreyfingar almennings.

Ávöxtur þessarar baráttu eru lýðræðisleg samfélög með góðu heilbrigðiskerfi, góðu skólakerfi með jafnrétti allra til náms ásamt góðum vel skipulögðum samfélögum þar sem félagsleg viðhorf eru ríkjandi.

Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á þeirri staðreynd að samtakamáttur og einkaframtak þurfa á hvort öðru að halda til heilla fyrir lýðræðislega og félagslega samfélagsgerð. Þ.e.a.s. blandað hagkerfi í þágu allra samfélagsþegna.

Á sama hátt að engum dettur nú í hug að ríki eða sveitarfélög séu að vasast í hverskonar fyrirtækjarekstri. Einnig að ekki er hægt að treysta einkaframtakinu fyrir ýmissi þjónustustarfsemi sem verður að vera í opinberri umsjón.

Síðustu árin hefur almenningur gert auknar kröfur til samfélagsins sem allar hafa mikinn kostnað í för með sér.

Dæmi um þetta eru eftirfarandi:

  • Lýðfræðileg þróun felur í sér hlutfallslega fjölgun aldraðra. Á síðustu áratugum ævinnar þurfa menn í meira mæli þjónustu heilbrigðiskerfisins og meira reynir á framfærslukerfin
    *
  • Menntun og heilbrigðisþjónusta, er vinnuaflsfrek starfsemi sem krefst sérhæfingar og gerir þessi störf og þjónustuna kostnaðarsama
    *
  • Menntað og sérhæft starfsfólki hjá hinu opinbera og á almennum markaði er lykill að framförum í framleiðslu og þjónustu. Þörf fyrir öflugar mennta- og rannsóknastofnanir vex
    *
  • Misskipting tekna og eigna hefur farið vaxandi en hagur og afkoma millistéttarinnar hefur staðnað og sífellt verður erfiðara fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum. Beita þarf sköttum til að jafna tekjur og eignir og kosta meiri gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þessa hópa eða styrkja þá svo sem í húsnæðismálum

Enginn ábyrgur stjórnmálaflokkur á Íslandi kemst hjá því að takast á við auknar kröfur um þjóðfélags umbætur.

Enginn ábyrgur stjórnmálaflokkur getur verið þekktur fyrir töfrabrögð og blekkingar að hætti loddara

það er mikilvægt að allir þegnar Íslands taki þátt í samfélagsuppbyggingunni og einnig þeir sem með einhverjum hætti fénýta erfðarauðævi þjóðarinnar.

Þjóðin í heild sinni verður að njóta arðs af auðlindum þjóðarinnar með réttlátum hætti.

Því leggur ábyrgur stjórnmálaflokkur fram ábyrga ríkisfjármálastefnu til næstu ára. Með skilgreindum markmiðum á flestum sviðum og áætlað hvað kosta muni að ná þeim. Jafnframt er gerð grein fyrir því hvernig standa má undir þeim aukna kostnaði.

Hugmyndir VG um auknar tekjur ríkissjóðs eru af ýmsum toga en allar þess efnis að þær lenda ekki á almenningi.

Auknar skatttekjur myndu koma frá þeim fáu prósentum þjóðarinnar sem hafa margfaldar meðaltekjur og/eða eignir langt yfir þeim mörkum sem öðrum er mögulegt.

En VG veit að skapa verður víðtæka sátt um hvernig gjöldum er dreift á skattgreiðendur.

Auknar tekjur kæmu einnig frá þeim sem með ýmsum hætti hafa komið sér hjá því að greiða eðlilega skatta til samfélagsins og auknar tekjur kæmi líka frá þeim sem hafa einkarétt til að nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eiganda þeirra, þjóðinni, eðlilegt gjald fyrir.

Dæmi um þær leiðir til tekjuöflunar sem nefndar hafa verið:

  • Viðbótarskattur á mjög háar fjármagnstekjur. Um 60% fjármagnstekna falla til um 5% tekjuhæstu framteljenda og uxu um 53% frá 2012 til 2015 á meðan launatekjur hækkuðu um innan við 20%
    *
  • Auðlegðarskattur á eignir langt yfir verðmæti stórra einbýlishúsa. T.d. 200 m.kr. hjá hjónum. Greiðendur yrðu aðeins fá þau fáu prósent landsmanna sem eiga nú stóran meirihluta eigna í landinu
    *
  • Viðbótartekjuskatt á laun yfir 25 m.kr. á árim sem næði einungis ná til fárra prósenta framteljenda sem hafa ofurlaun
    *
  • Auk þess að afla verulegra tekna eru þessar breytingar til þess að gæta jafnræðis og gera skattlagningu sanngjarnari en verið hefur
    *
  • Tekjur með hertri löggjöf og auknu eftirliti með skattsvikum og skattasniðgöngu. Aðgerðir gegn aflandsvæðingu hafa verið máttlitlar. Herða þarf lagareglur með það fyrir augum að aflétt verði leynd af starfrækslu aflandsfélaga og skattahagræði með þeim afnumið
  • Milliverðlagningu í innflutningi og útflutningi er stórt vandamál. Nýleg skýrsla staðfestir gamlan grun um að haft sé fé af neytendum og ríkissjóði með “hækkun” í hafi og eins fer stór hluti útflutning fram í viðskiptum tengdra aðila
  • Lagabreytingar þarf til að koma í veg fyrir að eignir og tekjur séu faldar í eignarhaldsfélögum og þannig komist hjá eðlilegri skattlagningu
    *
  • Hækkun veiðigjalda og eftir atvikum uppboð aflaheimilda. Auðlindaarður í sjávarútvegi, þ.e. hagnaður umfram eðlilega ávöxtun fjármagns, er mjög mikill og rennur nú ekki til þjóðarinnar
    *
  • Skattur á raforku sem seld er undir markaðsverði. Enginn arður rennur nú til þjóðarinnar af þeim orkuauðlindum sem nýttar eru til stóriðju.

Ríkisfjármála- og skattastefna VG er góð. Hún er skynsamleg leið til að koma til móts við eðlilegar kröfur um úrbætur.

Hún felur í sér hófleg skref til uppbyggingar á þeim velferðar-kerfum sem verið hafa að molna.

Hún er raunsæ með tillit til getu þjóðarbúsins til breytinga. Hún er ábyrg og stefnir fjárhag ríkisins ekki í hættu.

Hún er sanngjörn og dreifir kostnaði af siðuðu samfélagi með hliðsjón af greiðslugetu borgaranna. 

Mynd frá Kristbjörn Árnason.
Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Stefnir í viðræður til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband