Opinber talnagögn sýna að hægri flokkar flytja fé frá láglaunafólki til hálaunafólks.

  • Hér kemur færsla frá Indriða Þorlákssyni sem sýnir m.a. í skýringamynd hvernig Sjálfstæðisflokkur og  Framsókn hefur með óréttlátu skattakerfi fært kerfisbundið fé frá láglaunafólki til hálaunafólks. 

skattbirði hópa

Eða til þessa 10% af skattgreiðendum sem hafa hæstu launin. Reyndar er það einnig hópurinn sem kemur sínum launum fyrir í eignarhaldsfélögum og greiða því um 20% í heildarskatt af nettótekjum sínum en láglaunafólk 36,5% af sínum launum.

Skattapólitík 2012 til 2016 Myndin sýnir að skattahækkair samtals í hverrri tekjutíund upp að þeirri sjöundu er á milli 1 og 2 milljarðar króna.

Níunda og neðri helft hinnar tíundu fengu lækkun um ca. einn milljarð hvor í sinn hlut en efst 5 % kasseruðu 9,5 milljörðunum á breytingunum.

Heildargróði og tap er svo að sjá í eftirfarandi mynd sem sýnir að hátt í 12 milljarðar hafa með skattabreytingum verið færðir frá hinum tekjulægri hópum til hinna tekjuhærri.


http://indridih.com/…/27/breytingar-a-skottum-2012-til-2016/
Mynd frá Indriði Þorláksson.

Skattapólitík 2012 til 2016 Myndin sýnir að skattahækkair samtals í hverrri tekjutíund upp að þeirri sjöundu er á milli 1 og 2 milljarðar króna. Níunda og neðri helft hinnar tíundu fengu lækkun um …
INDRIDIH.COM
 

mbl.is 41% kýs Miðflokkinn í stað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eru þetta ekki breytingar á greiddum sköttum? Það hafa engar breytingar orðið á skattprósentum held ég sem leiða þetta af sér heldur hafa tekjur lægstu tíundanna hækkað umtalsvert. Ég held ekki að það sé hægt að fullyrða að "með skattbreytingum" hafi fé verið fært milli hópa. Hvaða skattbreytingar ættu það annars að vera?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2017 kl. 11:38

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Höfundur myndarinnar er INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON, fyrrum skattstjóri og aðalhöfundur Svavarssamningsins sáluga. Hann er komunisti af guðs náð sem  hefur í gegn um árin sannað fyrir okkur sem eldri erum að hann getur ekki farið rétt með tölur og kann enga hagfræði.

Guðmundur Jónsson, 27.10.2017 kl. 11:49

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Indriði er hinn mætasti maður og því fer fjarri að hann kunni enga hagfræði. Tölurnar sýna hvernig skattgreiðslur tekjuhópa hafa breyst og eru eflaust alveg réttar hvað það varðar. En það er óvarlegt að álykta að þetta sé vegna skattbreytinga.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2017 kl. 12:03

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta eru bæði breytingar á greiddum sköttum vegna hækkandi launa Þrosteinn en einnig vegna breytinga á persónuafslætti. Bæði grunn persónuafslátturinn sem ekki hefur fylgt verðlagi eða verðalagsvísitölum. Einnig að að lagt var niður skattaþrep. Staðan er m.a. annars sú, að aðeins fólkið á hæstu laununum fer notið persónuafsláttar að fullu.

Allt eru þetta hlutir sem þarf að leiðrétta til að skapa sátt. Í nútímanum með nýjustu tækjum er auðvelt að gera skattkefið þannig úr garði að skapi meiri jöfnuð en einnig þannig að allir séu aðilar að samfélagsgerðinni með virkri þátttöku. Ef Bandaríkjamenn geta verið með fjölmörg skattaþrep hljóta íslendingar að ráða við það.

En Guðmundur minn gættu að orðum þínum. Indriði er af öllum fræðimönnum og stjórnmálamönnum úr öllum stjórnmálaflokkum virtur sem slíkur. Þá er nauðsynlegt að þú gerir þér grein fyrir því hvað hugtakið kommústi þýðir. Í mínum huga voru það  bara fasistar í rússneska hernum sem tóku völdin í Rússlandi. Þeim tókst um áratuga skeið að fela sig undir sauðagæru og þóttust vera sósíalistar sem þeir voru aldrei.

Í nútímanum eru fasistar enn mjög virkir hvarvetna um heiminn, jafnvel í norður Evrópu og í Bandaríkjunum. Í byrjun 20. aldar voru þessir alilar alls ráðandi í Evrópu. Þeir hafa einnig verið öflugir á Íslandi. Síðan skaltu gera þér fyrir því að hagfræðingar á Íslandi eru í öllum flokkum. Eftir hrunið kom í ljós að margir þeirra klæddu sína pólitík í skjól i slíkum sauðagærum.   

Rétt er það, að Indriði ásamt öðrum bargaði þjóðinni frá samningum sem ríkisstjórn Geirs Haarde bar ábyrgð á. Samningur sem var gerður í umsjón Baldurs Guðlaugssonar og Bjarni nokkur Benediktsson flutti frumvarp um að Alþingi samþykkti.  

 

Kristbjörn Árnason, 27.10.2017 kl. 12:18

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna segir þú að einungis fólkið á hæstu laununum fái notið persónuafsláttarins að fullu? Allir sem hafa laun umfram skattleysismörk njóta hans að fullu. Það er hins vegar rétt að hluti af þessu liggur í því að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun. Hefði hann gert það hefðu áhrif hækkandi launa hjá lægstu tekjuhópunum vitanlega orðið minni. Það er hins vegar fjarri því að vera eina skýringin.

Hvað fasista og kommúnista varðar er niðurstaðan sú sama þegar slíkir hópar ná völdum. En það er samt grundvallarmunur á hugmyndafræðinni og ég held að það sé ekki sanngjarnt að kalla bolsévikkana fasista. Þeir voru kommúnistar og trúðu á framtíðarríki kommúnismans. Stjórnarhættirnir voru hins vegar svipaðir og hjá fasistum. Það sem er sammerkt með hugmyndafræði sósíalista og fasista er að hvorugir virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklinganna - finnst hann ekki skipta máli. Munurinn er að kommúnistarnir trúa á að manneðlið breytist þannig að samhjálp og heildarhyggja komi í stað sjálfsbjargarviðleitni og einstaklingshyggju. Fasistar trúa engu slíku og eru því kannski raunsærri. Niðurstaðan er alltaf og alls staðar sú sama fyrir almenning.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2017 kl. 14:20

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er vegna þess, að einungis þeir sem eru á það háum launum að þau fara upp fyrir skattþrepið fá notið sem milliþreps álagningin býður upp að fullu. Þeir njóta m.ö.o. bæði grunn persónuafsláttarins og síðan milliskattþrepsins að fullu. 

Þorsteinn, ég sagði ,,að í mínum huga voru það fasistar í Rússneska hernum sem tóku völdin í Rússlandi". Ég veit að það er ekki hin opinbera skýring sem viðhöfð var í Sovétríkjunum. Þeir þóttust vera eitthvað annað og betra. En ég er ósammála þér um að sósíalistar virði ekki rétt einstaklinga. Þau ríki heimsins sem byggja á grunni jafnaðarstefnunar eða sósíalisma hafa lengst í þessum efnum.  

Kristbjörn Árnason, 27.10.2017 kl. 14:54

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Milliþrepið er annað en persónuafsláttur.

Í sósíalísku hagkerfi eru framleiðslutækin í eigu ríkisins (sem sósíalistar kalla reyndar ýmist almenning eða öreigana) og er stjórnað af því. Einkaeignarréttur er enginn eða mjög takmarkaður. Þau ríki sem nú byggja á sósíalisma eru t.d. Kúba, Kína, þó ekki alfarið, Norður-Kórea, svo dæmi séu nefnd. Venesúela mætti mögulega telja með þótt þar sé þjóðnýtingin ekki fullkláruð. Ef þú ert að meina Norðurlöndin þá eru þau auðvitað alls ekki sósíalísk ríki heldur byggja samfélögin á sósíal-demókratískri stefnu sem er allt annar hlutur.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2017 kl. 15:30

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nú bullar þá bara og ert fastur í tíma frá fyrir hundrað árum eða svo. Nú árið 2017 eru viðhorf almennings til atvinnu uppbyggingar aðeins breytt frá sem var fyrir rúmum 100 árum í árdaga samvinnu- og verkalýðshreyfingarinnar þegar atvinnurekendur héldu að sér höndum í uppbyggingu atvinnulífs.

Þá var það samtakamáttur almennings sem varð sá drifkraftur sem einn dugði til að skapa störf og eðlilegt lífviðurværi fyrir almenning. Í kjölfarið kom stofnun stjórnmálahreyfingar almennings.

Ávöxtur þessarar baráttu eru lýðræðisleg samfélög með góðu heilbrigðiskerfi, góðu skólakerfi með jafnrétti allra til náms ásamt góðum vel skipulögðum samfélögum þar sem félagsleg viðhorf eru ríkjandi.

Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á þeirri staðreynd að samtakamáttur og einkaframtak þurfa á hvort öðru að halda til heilla fyrir lýðræðislega og félagslega samfélagsgerð. Þ.e.a.s. blandað hagkerfi í þágu allra samfélagsþegna.

Á sama hátt að engum dettur nú í hug að ríki eða sveitarfélög séu að vasast í hverskonar fyrirtækjarekstri. Einnig að ekki er hægt að treysta einkaframtakinu fyrir ýmissi þjónustustarfsemi sem verður að vera í opinberri umsjón.

Þau lönd sem þú nefnir byggja á þeim kommúnisma rússneski herinn kom á fyrir austan og eru alls ekki lýðræðisríki. Sósíalsku ríki verður ekki til nema sem lýðræðislegt ríki. 

Milliþrepin eru auðvitað viss tegund af persónuafslætti sem njóta fyrir launa fyrir neðan viss mörk. Eini hópurinn sem getur notað þann afslátt að fullu er hátekjufólk. 

Takk fyrir umræðuna, þetta er orðið gott þetta er farið að fara í hártoganir og því nenni ég ekki.  Kveðja 

Kristbjörn Árnason, 27.10.2017 kl. 17:06

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ákaflega einkennileg upptalning verð ég að viðurkenna. Að atvinnurekendur hafi haldið að sér höndum við uppbyggingu atvinnulífs í byrjun síðustu aldar, að rússneski herinn hafi gert byltingu Bolsévikka, að sósíalísk ríki geti verið lýðræðisleg og persónuafsláttur sé það sama og lægra skattþrepið. En ef þér finnst óþægilegt að þurfa að rökstyðja mál þitt er auðvitað sjálfsagt að láta hér við sitja.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2017 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband