Atvinnurekendur halda í pilsfald ríkisvaldsins nú sem oftast áður.

  • Greinilegt er að stjórn flugfélagsins ætlar að láta heildarsamtök atvinnurekenda eyðileggja orðspor flugfélagsins.
    *
  • Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarmenn flugfélagsins haga sér þannig og fórna hagsmunum félagsins og almennings.
Vinnubrögð atvinnurekenda eru pólitísk og taka ekkert mið af getu flugfélagsins til að greiða betri laun.

Það er eðlilegt að starfsmenn fyrirtækja njóti velmegunar fyrirtækja sem þeir starfa hjá.

Helsti gapuxi samtaka atvinnurekenda er með miklu hærri laun þrátt fyrir að mikilvægi starfa flugvirkja sé margfalt meira enn hans starf.

Jafnvel þótt þeir teljist til iðnaðarmanna, ekki geta aðrir gegnið í þeirra störf þótt þeir séu með próf úr unglingaskólum vesturbæjar og flaggi skrautrituðum prófplöggum.

Greinilegt hefur verið viku saman að heildarsamtök atvinnurekenda hafa treyst á að ríkisvaldið gripi í taumanna. Slíkt á auðvitað ekki að gerast.

Farþegar Icelandair kvarta margir yfir samskiptaleysi af hálfu flugfélagsins vegna aflýstra fluga í dag. Þeir segja að löng bið sé eftir símtali við þjónustuver og dæmi um að netþjónusta fyrirtækisins virki ekki sem skyldi. Þá hafa notendur Twitter,…
RUV.IS
 

mbl.is „Verða að ná saman í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Er ekki staðan frekar snúin hjá stjórnvöldum nýlega búin að fá 45% launahækkun samkvæmt ákvörðun kjararáðs að fara að blanda sér með beinum hætti i þessa deilu?

Ef þau setja lög á flugvirkja sjálf með þessa tiltölulega nýliðnu 45% launahækkun þá væru þau að staðfesta að sumir eru jafnari en aðrir. 

Hrossabrestur, 17.12.2017 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband