Fyrirkomulagið við skipun dómara á Íslandi er óviðunandi

  • Árum saman hefur fólk sem komið er yfir miðjan aldur verið vitni að því hvernig helsti valdaflokkurinn á Íslandi hefur raðað sínu fólki í embætti dómara og sýslumanna eftir flokkspólitískum línum.
    *
  • Það er ekki horfið í gleymskunnar dá þegar Bjössi var dómsmála ráðherra og farið var í pólitískar hreinsanir.

 

Það liggur fyrir að Sigríður Andersen núverndi dóms­mála­ráð­herra braut gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún vék frá hæfn­is­mati dóm­nefndar um skipun 15 dóm­ara í Lands­rétt.

Þetta er nið­ur­staða Hæsta­réttar Íslands. Sú nið­ur­staða er afger­andi og hún er áfell­is­dómur yfir vald­níðslu ráð­herr­ans.

Einnig liggur það fyrir, að henni er ekki það til afsökunar að hún sé ósammála dómi hæstaréttar.

Henni er heldur ekki treystandi til þess hræra í þeim reglum sem eiga að gilda um hvernig skuli skipa menn í dómstóla eða í sýslumannsembætti, eftir það sem undan er gengið.

Hversu alvarlegt er það þegar dómsmálaráðherra brýtur stjórnsýslulög og hversu nálægt er slíkt lögbrot því að brjóta einhver ákvæði stjórnarskrárinnar?

Væri það verkefni Landsdóms að skoða slíkt mál?

Það er auðvitað löngu tímabært að breyta lögum og starfsreglum um hvernig menn eru valdir í dómstóla.

Að það verði framtíðinni þannig að komið verði veg fyrir fingraför stjórnmálamanna og annarra hagsmuna aðila að mannavali á dómurum.

Ég treysti því, að ef það kæmi fyrir ráðherra skipaðan af þingflokki VG að brjóta lög sett af Alþingi að hann víki sæti sem slíkur.

Burtséð frá því hvað aðrir stjórnmálaflokkar hafa gert í fortíðinni.

  • Að lokum passar það eftir efninu að minna á það, að ESB er með ýmsar þvíngunar aðgerðir í gangi gegn ráðamönnum í Póllandi.
  •  
  • Vegna þess að Pólska ríkisstjórnin hefur breytt lögum þar í landi á þann veg, að ríkisstjórnin þar getur haft áhrif á það hvernig dómstólar þar eru skipaðir.
  •  
  • Nákvæmlega eins og alltaf hefur verið á Íslandi og núverandi dómsmálaráðherra virðist vilja vernda áhrif gamla valdaflokksins í þessum efnum.

Baráttujaxlar í verkalýðshreyfingunni og margir vinstri menn hafa aldrei getað treyst íslenskum dómstólum fyllilega. Mýmörg íslensk dæmi eru til um það hvernig hallað hefur á mannréttindi verkalýðsforingja og ýmissa aðila sem hafa staðið að mótmæla aðgerðum


mbl.is Fari yfir málið og læri af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Þetta þurfa að vera reglur og vinnuferli meitlað í stein svo það skipti ekki máli hverjir sitja í stjórnarráðinu, því að þetta á að vera óháð stjórnvöldum er það ekki? einhvertímann var talað um aðskilnað dóms og framkvæmdavalds.

Hrossabrestur, 20.12.2017 kl. 13:58

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skipulagið þarf samt að vera þannig að kjörnir fulltrúar hafi lokaorðið.  Það gengur ekki að embættismannavald og nefndir, sem enginn þekkir deili á, geti ráðið um þriðja valdið.  Ef til vill væri heppilegast að hafa bara beinar almannakosningar um dómsvaldið líka.

Kolbrún Hilmars, 20.12.2017 kl. 15:57

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hvers vegna Kolbrún, það gæti bara verið framselt eftir ákveðinni reglu eins og margt annað

Kristbjörn Árnason, 20.12.2017 kl. 16:11

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

ÞAÐ er svo aftur annað mál, Kristbjörn. En ég hef á tilfinningunni að jafnvel lagasetningin sé að færast til ráðuneytanna - og auðvitað eru reglugerðirnar samdar þar.

Kolbrún Hilmars, 20.12.2017 kl. 17:07

5 Smámynd: Hrossabrestur

Lagasetingar hér eru að því er virðist oftast vera eitthvað athugaverðar og vekja upp spurnigar um að almennt sé ekki faglega að þeim staðið, því miður virðist mjög algengt að eitthvað vanhugsað ráði för, nýlegt dæmi er um erlendir iðnnemar skuli hafa gleymst og urðu allt í einu réttlausir hér á landi þegar lagaklúðrið tók gildi, þetta getur tæplega talist faglegt.

Hrossabrestur, 20.12.2017 kl. 19:30

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

I mínum huga verður að vera eins konar eldveggur á milli þeirra aðila sem sjá um val á dómurum og stjórnmálamanna og stjórnmála afla ásamt hagsmunasamtaka og einstakra fyrirtækja. Þ.e.a.s. Slíkur faglegur aðili sem annast dómaraval verður að fá velskilgreinda aðferðafræði og gera grein fyrir störfum sínum.

Dómarar bæði starfandi og fyrrverandi ásamt öllum lögmönnum eru hagsmuna aðilar bæði í hópi og sem einstaklingar. Þá verður skipunartími dómara að vera stuttur t.d 7 ár á hverju dómstigi með hugsanlegri framlengingu um 3 ár til viðbótar eftir faglega könnun á störfum þeirra.

Það er forseti sem veitir starfann og hugsanlega er nauðsynlegt að dómaraefni fyrir hæstarétt þurfi að undirgangast yfirheyrslu Alþingis.

Kristbjörn Árnason, 20.12.2017 kl. 19:43

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Íslendingar þurfa enga dómara, þingmenn eða ráðherra. Íslendingar hafa Semu Erlu og hún veit hvað er rétt og hvað er rangt.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 21.12.2017 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband