Ef þetta er ekki siðleysi í stjórnmálum, þá er bara allt leyfilegt.

  • Ég er eiginlega viss um að Eyþór nær kjöri hjá félögum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
    *
  • Því það er fólk sem ber mikla lotningu fyrir svona peningamönnum eða bröskurum. Nú kallaðir fjárfestar eða athafnastjórnmálamenn.  

Eyþór Arnalds

Ef svo fer sýnir það auðvitað siðfræði þessa fólks í Sjálfstæðisflokknum og raunar einnig frambjóðandans.
 
Eyþór er bundinn fjölmörgum hagsmunaböndum sem gera hann að mínu mati óhæfan til að vera borgarstjóri.

Eyþór er fjárfestir um leið atvinnurekandi og aðili að fjölmörgum fyrirtækjum. Hann er skráður fyrir fjórðungshlut í einarhaldsfélagi Morgunblaðsins. 

Nýtur væntanlega stuðnings þess enda myndi það smellpassa inn í hagsmunagæslu myndina.

Það er bara rétt eins og tímar Ólafs Thors séu komnir aftur. 

 


mbl.is Eyþór vill leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristbjörn. Eyþór Arnalds er að mínu mati alls ekki réttur maður sem borgarstjóri Reykjavíkur. Fyrir því rekur þú réttilega öll hagsmunatengsl hans hingað og þangað um klíkustýrt samfélagið á Íslandi.

Verst af öllu er þó það, að hann skyldi falla í þá gryfju að kenna konunni sinni fyrrverandi um sinn eigin mannlega breyskleika og lögbrot. Allir brjóta lögin á einn eða annan hátt í gegnum lífsferðalagið. Og þá tekur fólk ábyrgð á sínum gjörðum, en kennir ekki öðrum um sín lagaflækjutorfærunnar lögbrot.

Eyþór Arnalds er eflaust fær maður á sínum eigin styrkleikans sviðum. En hann hefur ekkert erindi sem borgarstjóri Reykjavíkur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2018 kl. 12:10

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég þekki Eyþór ekkert persónulega og vil ekki dæma hann sem persónu. En ítreka það enn og aftur, að gengur ekki að mínu mati að maður í jafn umfangsmiklum og fjölbreyttum atvinnurekstri er að líkindum skarast á við borgina á mörgum stöðum sé borgarstjóri. Sem ætti að vera aðili ótengdur hvers kyns viðskiptum. 

Kristbjörn Árnason, 10.1.2018 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband