Sýndartillaga felld í borgarstjórn

  • Keppendur um forystusætið reyna þessa daganna að slá um sig
    *
  • Áslaug Friðriksdóttir sem er einn keppandinn um forystusætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar
    *
  • Þrátt fyrir að vera ekki svæsnasti keppandinn í hægri mennskunni, þá skína samt í gegn hægri viðhorf hennar.

Hún kvartar undan því að útsvarið sé að sliga íbúa borgarinnar. En rétt væri að minna á þá staðreynd að flokkur hennar er lengstum hefur ráðið landsmálunum hefur komið því þannig fyrir að mjög stór hópur fólks í góðum efnum greiðir ekki útsvar.

Það eru þeir sem greiða aðeins fjármagnstekjuskatt. Hverjir eru það, það eru t.d. langflestir atvinnurekendur og svo nefndir fjárfestar. Sama á við um fyrirtækin sjálf sem greiða heldur ekki útsvar.

Áslaug segir orðrétt:
„Meginþorri borgarbúa vill fá að vera í friði og komast í gegnum sín daglegu verkefni án þess að ákvarðanir í borgarstjórn séu þar að flækjast fyrir. Þeir eru ekki kröfuharðir. Það eina sem þeir vilja er að almenn þjónusta virki. Sveitarfélag hefur ekki svo flóknum skyldum að gegna. Megináherslan á að vera að aðstoða fólk að komast leiðar sinnar, hreinsa, sópa og salta götur og stíga eftir þörfum og sinna viðhaldi gatnakerfisins. Sinna sorphirðu þannig að vel sé, veita öldruðum og fötluðum mannsæmandi þjónustu. Tryggja að skólakerfið veiti börnum nauðsynlega menntun og leikskólabörnum vist svo foreldrar komist til vinnu sinnar. Þetta er ekki flókið“.

Því miður er ekki hægt að stækka myndina hér. 

Sannleikurinn er jafnan sagna bestur.

 
Mynd frá Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. EggertssonVakta

Ég hlakka til kosninganna í vor - og svo er vonandi um fleiri. Vona líka að umræðan verði málefnaleg og byggi á staðreyndum. Ýmsir hafa verið að spyrja: hvernig...

Sjá meira

M.ö.o. öll félagsleg þjónusta borgarinnar skal vera í algjöru lágmarki að mati þessa keppanda. Væntanlega hafa aðrir keppendur um efsta sætið svipuð viðhorf hvað það varðar. En borgin hefur verið undanfarin ár verið að bæta þjónustu sína við almenning í hægum skrefum en markvissum.

Þá er vert að rifja það upp eins og myndin sýnir reyndar, að rekstur borgarinnar hefur ævinlega staðið tæpt þau ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið fyrir borgarstjórninni og þjónusta við almenning ætíð í algjöru lágmarki.

Ekkert lát er á því hvernig borgarstjórn seilist í veski og pyngjur borgarbúa en í staðinn er þjónustan af skornum skammti. Hvernig stendur á því að þegar íbúar borgarinnar borga meira en nokkurn tíma áður í borgarsjóð að þjónustan sem þeim stendur til…
VISIR.IS
 

mbl.is Tillaga sjálfstæðismanna felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband