Nú er tækifærið til að breyta til batnaðar

Hvers kyns ofbeldi í ýmiskonar formi hefur lengi tíðkast á vettvangi íþróttafélaganna og oft einnig hjá ýmsum æskulýðsfélögum og eða félagsmiðstöðvum. Nauðsynlegt er að taka á slíkum málum strax.

  • ,,Ekkert ofbeldi verður liðið innan íþróttahreyfingarinnar, hvorki kynferðislegt né annað. Þetta segir forseti ÍSÍ. Ekki sé heppilegt að meðferð kynferðisbrota fari fram innan íþróttafélaganna".

Það væri fullkomlega eðlilegt að Reykjavíkurborg setti upp þau skilyrði til íþrótta-og æskulýðsfélaga sem njóta styrkja frá borginni setji upp ákveðnar reglur sem eru viðurkenndar af borginni er eiga að koma í veg fyrir hverskonar ofbeldi og einelti á vettvangi þessara félaga.

Að það verði gert með formlegum hætti ekki ósvipað því sem Hafnarfjörður hefur þegar samþykkt nýlega að gera. Einnig að félögin vinni formlega að forvörnum gagnvart öllum vímuefnum og þau verði ekki notuð eða auglýst í húskynnum sem félögin hafa til afnota. Hvort sem þau njóti slíks húsnæðis frá Borginni eða með öðrum hætti.

Til þess að félögin njóti stuðnings frá borginni, hvort sem um er að ræða fjárhagslegan stuðning eða í formi aðstöðu verði félögin að uppfylla slíkar kröfur og sýna fram á það á hverju ári. Að félögin verði sem slík undir eftirliti um hvort þau uppfylli slíka skilmála.

Ekkert ofbeldi verður liðið innan íþróttahreyfingarinnar, hvorki kynferðislegt né annað. Þetta segir forseti ÍSÍ. Ekki sé heppilegt að meðferð kynferðisbrota fari fram innan íþróttafélaganna.
RUV.IS
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband