Eru svo nefnd frjáls viðskipti öll á hendi þrælahaldara af einhverju tagi?

  • Bandarískir og Evrópskir þrælahaldarar halda fólki í ánauð víða um heiminn og þeir sem stunda slíka eða styðja slíka kúgun með því að eiga viðskipti við slík fyrirtæki taka þátt í kúguninni
    *
  • Ég er ekki alveg saklaus af því að eiga viðskipti við slíka aðila. Maður veit nánast aldrei hvenær við hvern er verslað þegar vörur eru keyptar..

Vísir að svona óþverra viðgengst á Íslandi, íslendingar flykkjast í verslanir sem þessir auðhringar selja vörur sínar víðsvegar á Íslandi og erlendis sem eru framleiddar ánauðugu fólki.

Til Íslands er fluttur fjöldi fólks árlega sem starfar í landinu á mjög lágum launum, engin veit í raun hver lítil laun þessa fólks er í raun og hvort hluti launana er tekin til baka erlendis af starfsmannaleigunum. Vegna æ veikari stöðu verkalýðs-hreyfingar á Íslandi fær þessi starfsemi þrifist í landinu.

Og það er einnig áberandi að sömu aðilar, menn og fyrirtæki vilja leggja niður verkalýðsfélög. Gjarnan með þeim rökum að starfsmönnum vegnaði betur í samningum við fyrirtækin án aðkomu verkalýðsfélaga. Fyrirbærið markaðslaun á Íslandi er angi af þessari niðurbrotsstarfsemi fyrirtækjanna og íslensk verka-lýðsfélög taka þátt í ósómanum.

Það nokkuð ljóst hver kjör verkafólks eru þar sem verkalýðsfélög starfa af krafti og semja um raunveruleg lífskjör fólks. En semja ekki um einhverja gerfi launa-taxta. Og hver staða einstaklingsins er þar sem hann þarf að taka því sem fyrirtækið ákveður einhliða eða svelta ella. Þar sem fyrirtækjunum er veitt frelsi til að ákvarða laun og kjör fólks upp á eigið sjálfdæmi.

Um þetta eiga íslendingar auðvitað að hugsa þegar þeir eru að versla. Þessi starfsemi er nánast búið að berja niður alla íslenska iðnaðarframleiðsu. Það niðurbrot hófst strax með inngöngu Íslands í EFTA og hélt áfram með EES aðildinni. Íslendingar hafa skuldbundið sig til að hlýta yfirþjóðlegu valdi á flestum sviðum viðskipta. Fjölþjóðafyrirtækin stjórna hvers konar löggjöf í landinu er hefur áhrif á viðskipta stöðu þeirra á Íslandi.

Íslenskir ráðamenn hafa gengið erinda þessara aðila og þjónustað þessa fjölþjóðlegu hagsmuni stórfyrirtækjanna, ekki bara með því að láta í té orku á gjafverði sem er eitt megineinkenni slíkrar kúgunar, þar auðhringar fénýta erfðarauðæfi þjóðanna. Einnig með alskyns fríverslunarsamningum sem margfalda hagnað auðhringa frá ofangreindum ríkjum.

Nú er ekki bara íslenskur fatnaður af öllu tagi framleiddur af fólki í ánauð, einnig húsgögn og heimilistæki. Þá eru íslenskar bækur er íslenskir höfundar hafa skrifað einnig framleiddar af ánauðugu fólki. Nú ætla íslensk stjórnvöld að hygla þeirri starfsemi alveg sérstaklega.

  • Eru það þrælar sem framleiða þau föt sem við göngum í, húsgögn og heimilistækin okkar og íslensku bækurnar?
    *
  • Er ásættanlegt að fólk fái um það bil eina evru á dag er geti þess vegna verið 14 tíma hver vinnudagur, sex daga vinnuvika og engin hlunnindi sem íslendingum finnst eðlilegt að hafa. Vinnuumhverfismál í ólagi og vinnuslys mjög tíð. Launafólk í þessum heimi er algjörlega ótryggt.
    *
  • Veikindalaun, orlof, fæðingarorlof, uppsagnarfrest, matar og kaffitíma, eftirlaun, t.d. atvinnuleysisbætur, eðlilegan aðbúnað á vinnustað og samnings og verkfallsrétt. 
    *
  • Allt hlutir sem hafa komið út úr kjarasamningum íslenskra verkalýðsfélaga undanfarna áratugi.
Þær fá um 10 sænskar krónur á dag eða um 128 íslenskar krónur fyrir að sauma föt fyrir stórar verslunarkeðjur á borð við H&M. Þær fá enga veikindadaga greidda og ekkert orlof. Saumakonur í Eþíópíu eru óánægðar með þau kjör sem þeim er boðið.
MBL.IS
 

mbl.is Sauma fyrir H&M með 128 kr. á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekkir þú einhvern íslenskan verkamann sem er ánægður með launin og nær endum saman, án þess að vinna 12 tíma á dag 6 daga vikunnar?
Þekkir þú eitthvað verkalýðsfélag sem hjápar sínum félagsmönnum í nauð?
Allavega ekki í Svíþjóð, það þekki ég.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 16:10

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég er reyndar býsna kunnugur verkalýðsmálum. Þekki einnig markaðslaunakerfið. En í Svíþjóð eru einnig fjölþjóðafyrir með heimilisfesti. Nægir að nefna Lindex, H&M og Ikea

Kristbjörn Árnason, 5.2.2018 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband